Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1326
Ritgerð þessi fjallar um próf sem nefnist HLJÓM-2 og mælst er til að lagt sé fyrir 5 ára börn í leikskólum landsins. Þetta próf er notað til að meta hljóðkerfisvitund en rannsóknir hafa sýnt að hljóðkerfisvitundin er einn af þeim þáttum sem hafa áhrif á hvernig til tekst með lestrarnám. Oft á tíðum er síðan niðurstöðum úr HLJÓM-2 skilað á milli skólastiga. Tekur ritgerðin til þess hvernig nýta megi niðurstöður þessa prófs í leikskóla og grunnskóla. Ég gerði litla athugun á hvort skil á niðurstöðum HLJÓM-2 fari fram milli leik- og grunnskóla í Skagafirði og hvort unnið sé áfram með niðurstöðurnar. Einnig athugaði ég hvort kennarar á yngsta stigi í stærsta skólanum þekktu til HLJÓM-2 prófsins. Hæpið er að draga ályktanir af svo lítilli könnun en samkvæmt þeim svörum sem bárust er niðurstöðum skilað á milli en grunnskólakennarar þekkja ekki nógu vel til prófsins. Kynna þarf prófið betur svo ástæða sé til að skila niðurstöðum úr HLJÓM-2 á milli skólastiga og að þær nýtist sem best.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
hljom2.pdf | 408.59 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |