is Íslenska en English

Skýrsla

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rannsóknarverkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13260

Titill: 
  • Grasbítar á gróðri á hopunarsvæði Skaftafellsjökuls
  • Titill er á ensku Insect grazers in areas appearing from the receding Skaftafellsjökull Glacier, SE-Iceland
Útgáfa: 
  • 2010
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi fólst í því að kanna hvort skordýrafjölbreytileiki fylgi plöntu framvindu á hopunarsvæði jökla. Skordýr og önnur smádýr voru veidd til að meta hvað mikið afrán/beit þeirra er á plöntur á frumstigum í gróðurframvindu. Fjögur snið voru valin fyrir framan Skaftafellsjökul með þekktan aldur frá því að jökullinn hopaði. Þau voru 1880-1904, 1904-1945, 1945-2002 og 2002-2009. Á hverju sniði voru valin 3 svæði, dýr veidd í gildrur og jarðvegssýni tekin til að flæma burt jarðvegsdýr. Gróðurmælingar voru gerðar við hverja gildru. Heildarfjöldi dýra óx í byrjun sumars og minnkaði aftur í ágúst. Ef litið var á jarðvegssýnin þá kom í ljós að heildarfjöldi (sem og fjöldi grasbíta) fór minnkandi eftir því sem lengri tími var frá hopun jökulsins sem er í raun öfugt við það sem búist var við. Beitilyng (Calluna vulgaris (L) og krækilyng (Empetrum nigrum L) jókst eftir því sem lengri tími var frá hopun jökuls. Kögurvængjum (Thysanoptera) fjölgaði eftir því sem lengri tími var frá hopun jökuls. Einstaklingar voru fleiri á yngsta svæðinu í jarðveginum og fór fækkandi eftir því sem fjær dró. Heildarþekja gróðurs jókst eftir því sem fjær dró jökul en minnkaði aftur á 4. sniðinu fjærst jökli, sem stafar líklega af því að það svæði var fyrir utan þjóðgarðinn.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of the research was to find out if a correlation existed between insect diversity and plant succession in areas that have become ice-free when glaciers have receded. Insects and other invertebrates were collected to estimate their predation/grazing on plants in the early stages of plant succession. Four transects were laid out in front of Skaftafellsjökull glaciers with known time when the glacier receded from each area. The transects became ice-free in 1880-1904, 1904-1945, 1945-2002 and 2002-2009. In each transect, 3 areas were selected, invertebrates collected in pitfall traps and soil samples taken for extraction of invertebrates. Plant cover and species composition was assessed around each trap. Total number of invertebrates grew in the beginning of the summer, and declined in August. The soil samples revealed that the total number of invertebrates (and grazers) declined with the age of ice-free areas, which was contrary with the hypothesis of increasing diversity and density with increasing age. The cover of heather (Calluna vulgaris (L.)) and crowberries (Empetrum nigrum L) increased with age of ice-free areas. Trips (Thysanoptera) increased in numbers with the age of ice-free areas. The number of invertebrates decreased with the distance from the glacier. However, cover of plants increased with the distance from the glacier, but decreased furthest away, probably as a result of grazing of sheep, as the area is outside the Skaftafell National Park.

Styrktaraðili: 
  • Rannsóknamiðstöð Íslands
Samþykkt: 
  • 5.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13260


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
grasbítar á gróðri á hopunarsvæði Skaftafellsjökuls.pdf2.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna