is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13261

Titill: 
  • Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tækni er unnt að mæla efnasamsetningu matvæla á fljótlegan og einfaldan hátt. Engrar sýnameðhöndlunar er krafist og því sérlega hentugt til notkunar við mælingar á matvælum. Hins vegar er NIR-tæknin til greiningar á flóknum lífrænum efnum eins og próteinum og fitu háð því að til staðar sé gagnagrunnur sem byggir á hefðbundnum mælingum þessara efna. Hjá Matís er til fjöldinn allur af sýnum sem þegar hafa verið mæld m.t.t vatns, fitu, salts og próteins og henta því vel til uppbyggingar á slíkum gagnagrunni.
    Aðferð sem notuð var til mælingar á vatni felst í þurrkun sýnis og er massatap síðan reiknað sem vatn í upphaflega sýninu. Dumas aðferð var notuð til mælingar á próteini, soxhlet á fitu og salt var ákvarðað með títrun. Upplýsingar fengnar með þessum aðferðum voru notaðar til uppbyggingar á gagnagrunni.
    Í þessu verkefni voru byggðar upp staðalkúrfur til að meta fylgni á milli staðlaðra mælinga og NIR fyrir fitu, vatn, salt og prótein fyrir fiski, mjöl og mismunandi kornsýni. Prófaðar voru ýmiskonar samsetningar til uppbygginga á staðalkúrfunum. Sýnum var skipt upp eftir flokkum þ.e.a.s. fisk, mjöl og korn mælt hvert fyrir sig, en einnig var öllum gerðum sýna blandað saman. Niðurstöður gefa til kynna að með því að blanda saman mismunandi tegundum eykst skekkjan töluvert. Staðalkúrfur sem gerðar voru fyrir salt voru ónothæfar.

Samþykkt: 
  • 5.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13261


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gyða Ósk.pdf995.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna