en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13263

Title: 
  • is Próffræðilegir eiginleikar PSYCHLOPS (Psychological Outcome Profiles) við mat á árangri meðferðar á meðan á henni stendur
Submitted: 
  • October 2012
Abstract: 
  • is

    Rannsóknir á árangri sálfræðilegrar meðferðar hafa fyrst og fremst beinst að því að meta einkenni tiltekinnar geðröskunar við upphaf og endi meðferðar. Auk þess hafa mælitæki sem árangursmat byggist á fyrst og fremst verið þýðismiðuð. Minni áhersla hefur verið lögð á rannsóknir á einstaklingsbundnum framgangi annars vegar og hins vegar á mati á meðan á meðferð stendur. Það var markmið þessarar rannsóknar að meta próffræðilega eiginleika og næmi einstaklingsmiðaða mælitækisins PSYCHLOPS á meðan á sálfræðilegri meðferð stendur í samanburði við þýðismiðaða mælitækið CORE-OM. Báðir spurningalistarnir voru lagðir fyrir 101 þátttakenda sem sótti hugræna-atferlishópmeðferð á geðdeild LSH og luku 57 þeirra meðferðinni sem tók 6 vikur. Helstu niðurstöður voru þær að áreiðanleiki PSYCHLOPS spurningalistans sem lagður er fyrir á meðan meðferð stendur er fullnægjandi og réttmæti viðunandi. Auk þess kom fram að PSYCHLOPS er næmt mælitæki fyrir breytingum á meðan meðferð stendur en áhrifastærð breytingaskors jókst jafnt og þétt eftir því sem leið á meðferðina. Strax í annarri viku var áhrifastærð breytingaskors orðin 0,4 sem er nálægt því að vera miðlungsáhrif. Í fimmtu viku var áhrifastærð breytingarskors 1,16 sem eru mikil áhrif. Aftur á móti kom ekki fram munur á næmi PSYCHLOPS og CORE-OM eins og komið hefur fram í fyrri rannsóknum. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til að PSYCHLOPS spurningalistinn greini breytingar sem verða frá einni viku til annarrar í sálfræðilegri meðferð sem endurspeglar þann raunveruleika sem starfandi sálfræðingar búa við auk þess sem próffræðilegir eiginleikar hans eru góðir og klínískt notagildi listans gott.

Accepted: 
  • Oct 5, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13263


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Hrefna Guðmundsdóttir.pdf474.45 kBOpenHeildartextiPDFView/Open