en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13266

Title: 
 • Title is in Icelandic Dagdeildarmeðferð byggð á díalektískri atferlismeðferð Linehan fyrir fólk með jaðarpersónuleikaröskun: Árangursmat með einliðasniði
Submitted: 
 • October 2012
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Tilgangur rannsóknarinnar var að árangursmeta með einliðasniði þriggja mánaða
  dagdeildarmeðferð sem er byggð á díalektískri atferlismeðferð Linehan, fyrir
  skjólstæðinga með jaðarpersónuleikaröskun. Ekki er vitað til að það hafi verið gert
  áður. Lítið er til af íslenskum rannsóknum á árangri meðferðar við
  persónuleikaröskunum. Þátttakendur voru fjórar konur, meðalaldur þeirra var 24 ár.
  Staðlað mat á persónuleikavandamálum (Standardised Assessment of Personality
  (SAPAS)), alvarleika-kvörðun á persónuleikavandamálum (Severety Indices of
  Personality Pathology (SIPP-118)) og skimunarlisti SCID-II voru lagðir fyrir áður en
  skjólstæðingar mættu í greiningarviðtöl. Þær fóru í greiningarviðtöl hjá sálfræðingi áður
  en aðalmeðferð hófst og aftur eftir að henna lauk. Greining fór fram með SCID-II
  (Structured Clinical Interview for DSM Disorders) og MINI (Mini International
  Neuropsychiatric Interview). Virknimatsviðtal var tekið og upplýsingar fengnar um
  hvaða hegðun veldur oftast vanda í daglegu lífi. Til að meta árangur meðferðarinnar
  voru eftirtaldir listar lagðir fyrir vikulega: Kentucky mælikvarði á árvekni (Kentucky
  Inventury of Mindfulness Skills (KIMS)), kvarði sem metur erfiðleika í tilfinningastjórn
  (Difficulties in Emotion Regulation Scale (DERS)), kvarði sem metur hvata til
  sjálfskaða (Self Injury Motivation Scale (SIMS)), kvarði sem metur tilfinningaviðbrögð
  (Emotion Reactivity Scale (ERS)), kvarði sem metur þunglyndi, kvíða og streitu
  (Depression Anxiety Stress Scale (DASS)), spurningalisti sem metur
  jaðarpersónuleikaeinkenni og „rauða flaggið“ þ.e. ögrandi spurning ætluð til að meta
  viðbrögð við ögrun. Aðalniðurstöður eru að meðferðin skilaði þátttakendum ólíkum
  árangri. Notagildi einliðasniðs til að meta meðferð fyrir skjólstæðinga með
  jaðarpersónuleikaröskun sýndi sig, sýnir vel breytileika sem er einkennandi fyrir
  þennan skjólstæðingahóp og er vel framkvæmanleg í venjulegri meðferð.

Accepted: 
 • Oct 8, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13266


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
ms-ritgerd.pdf1.1 MBOpenHeildartextiPDFView/Open