is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13273

Titill: 
  • Straumlínustjórnun. Gallagreining og kortlagning virðisstrauma CNC renniverkstæðis Össurar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni verkefnisins er að kortleggja ferli á CNC renniverkstæði Össurar og leggja fram tillögur að umbótum. Auk þess að kortleggja flæðið var framkvæmd gallagreining á þeim íhlutum sem hafa verið framleiddir síðustu þrjú ár, það er að segja frá 1. maí 2010 til 1.maí 2012. Út frá gallgreiningunni var reiknaður út gallakostnaður á þessum tveimur árum. Þá var einnig skoðað hvort tenging sé á milli þeirra íhluta með mestu gallana og þeirra með hæsta gallakostnaðinn. Við greininguna er kortlagning virðisstrauma notuð sem er ein af aðferðum straumlínustjórnunar. Aðferðin gengur í stuttu máli út á að teikna upp núverandi ástand, koma með tillögur að umbótum og teikna framtíðarástand. Ákveðið var að kortleggja virðisstraum þriggja ólíkra framleiðsluferla og greina ferlin með að skoða sjö tegundir sóunar sem er önnur aðferð straumlínustjórnunar. Einnig skoðar skýrsluhöfundur hvernig og hvort önnur CNC verkstæði hafa verið að nýta sér verkfærið kortlagning virðisstraums.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna í hvaða íhlutum mestu gallahlutföllin eru og hvar mesti gallakostnaðurinn liggur. Gallarnir eru flokkaðir eftir þeim fjórum hráefnum sem renniverkstæðið framleiðir úr. Þar kemur í ljós að ekki eru sömu hráefnin sem eru með hæsta meðal gallakostnað og hæsta meðal gallahlutfall. Þar sem íhlutir eru framleiddir úr misdýrum hráefnum og framleiðsluferlin eru misflókin. Út frá kortlagningu virðisstraums má sjá núverandi ástand og tillögur að framtíðarástandi á þeim framleiðsluferlum sem ákveðið var að kortleggja. Greining var gerð um hvar þörf er á umbótum á þessu þremur framleiðsluferlum og tillögur gerðar að aðgerðum sem minnka sóun í ferlinu.

Samþykkt: 
  • 9.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13273


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
gudbjorgsaeunn_meistarverk_CNC.pdf2.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna