is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13279

Titill: 
  • Úrgangur til orku. Leiðir til að nýta skólp til eldsneytisframleiðslu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Lögum samkvæmt er skylt að nýta skólp á Íslandi sé þess einhver kostur en eins og sakir standa er það ekki gert og rennur skólp frá höfuðborgarsvæðinu í gegnum tvær hreinsistöðvar Orkuveitu Reykjavíkur og þaðan til sjávar. Í þessari ritgerð verður leitað leiða til að nýta skólp á höfuðborgarsvæðinu og kannað hvað slíkt myndi kosta. Nokkrar leiðir eru færar í nýtingu skólps en hér verður fyrst og fremst horft til metanframleiðslu með súrefnissnauðu niðurbroti og framleiðslu vetnis með gösun. Hér verður tekið saman magn nýtanlegra efna í skólpi, hve mikið metan eða vetni væri hægt að framleiða úr þeim og kostnaður við nýtingu þeirra ásamt endurgreiðslutíma og arðsemi. Þá verður flæði um fráveitukerfi Orkuveitu Reykjavíkur greint með aðhvarfsgreiningu í hitaveituvatn, vatn til almennra nota og úrkomu. Út frá þeim niðurstöðum er sett saman líkan sem spáir fyrir um fráveiturennsli í þéttbýli með hitaveitu út frá veðurfari. Miðað við magn lífrænna efna í skólpi er hægt að framleiða um 1.200.000 Nm3 metans úr seyru eingöngu og um 3.000.000 Nm3 metans sé notast við íblöndunarefni, nánar tiltekið fitu úr fituskiljum fráveitustöðva og lífrænan heimilisúrgang á höfuðborgarsvæðinu. Fjárfestingarkostnaður í slíku lífgasveri er á bilinu 0,8 – 2 milljarðar króna eftir því hvort notast er við íblöndun eða ekki og borgar sig upp á 12 – 40 árum miðað við 6% vexti. Fræðilega mætti ná um 730 tonnum af vetni árlega úr skólpi á höfuðborgarsvæðinu með gösun. Hafa skal í huga að hér er um frumathugun að ræða og nokkur óvissa því til staðar í útreikningum, ekki síst við mat á gösun skólps.

  • Útdráttur er á ensku

    By law, sewage in Iceland must be utilized if there is a feasible way to do that but it is not done at the moment. Sewage from the greater Reykjavík area flows through two treatment plants and from there to the ocean. In this study, ways to utilize sewage sludge will be investigated and cost and benefits of sewage sludge usage calculated. Number of ways are possible to use sludge but this study focuses on two of them, namely methane production through anaerobic digestion and hydrogen production through gasification. This study will compile data on usable materials in sewage in greater Reykjavík area and how much can be produced from them. From those analysis a model is constructed that predicts sewage flow from an urban area with central heating from weather data. From sewage sludge in greater Reykjavík area it is possible to produce 1.200.000 Nm3 of methane and 3.000.000 Nm3 if grease trap removal sludge and organic waste from greater Reykjavík area is added. Investment cost is approximately 0,8 – 2 billion ISK and repayment is in 12 – 40 years given 6% interest. It is theoretically possible to produce 730 tonnes of hydrogen of sludge through gasification. Sewage water is analyzed through regression analysis into hot water for central heating and regular use, that is showers, washing etc. and cold water and rain water. This is a preliminary study and therefore some uncertainties are present in the calculations.

Styrktaraðili: 
  • Metan hf.
    Orkuveita Reykjavíkur
Samþykkt: 
  • 11.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13279


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þórður Ingi Guðmundsson, M.S. ritgerð.pdf4,02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna