is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13286

Titill: 
  • Líðan kvenna í kjölfar íslenska efnahagshrunsins. Huglægt mat á fjárhagsstöðu kvenna í kjölfar hrunsins og tengsl þess við breytingar á líðan þeirra á tímabilinu 2006-2012
Skilað: 
  • Október 2012
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að skoða huglægt mat íslenskra kvenna á fjárhagslegum erfiðleikum í kjölfar efnahagsþrenginga og tengslum við líðan þeirra. Þátttakendur mátu fjárhagsstöðu sína bæði fyrir og eftir bankahrun (viðmiðunardags. okt. 2008) og gáfu niðurstöður til kynna að þátttakendur meta fjárhagsstöðu sína verr í dag en fyrir hrun. Einnig mældust einkenni þunglyndis, kvíða og streitu meiri árið 2012 heldur en fyrir bankahrun. Aukin menntun dró þó úr áhrifum bæði fjárhagslegra erfiðleika sem og þunglyndis, kvíða og streitu. Í þremur af fjórum mælingum á fjárhagslegum erfiðleikum var háskólapróf eina námsstigið sem dró úr fjárhagslegum erfiðleikum, en framhaldsmenntun (t.d. stúdentspróf) stóð þar skyldunámi að jöfnu. Eftir bankahrun mældust fjárhagslegir erfiðleikar einnig minni hjá vinnandi fólki heldur en atvinnulausum og öryrkjum. Meiri munur kom þó fram á milli vinnandi fólks og öryrkja heldur en vinnandi fólks og atvinnulausra. Meðaltöl á einkennum kvíða, þunglyndis og streitu voru lægst hjá vinnandi konum bæði fyrir og eftir bankahrun en hæst hjá öryrkjum. Streita mældist einnig minnst hjá vinnandi fólki en mest hjá öryrkjum. Að lokum fundu þátttakendur undir 30 ára aldri minna fyrir fjárhagslegum erfiðleikum en eldri þátttakendur.

Samþykkt: 
  • 12.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13286


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Asthildur_Margret_Gisladottir_ritgerd.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna