is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13289

Titill: 
  • Viðhorf Íslendinga til peningaspila. Próffræðileg athugun á „Attitudes towards gambling scale“
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðhorf almennings til peningaspila voru könnuð með íslenskri útgáfu af viðhorfakvarða er nefnist „Attitude toward gambling scale (ATGS)“. ATGS er 14 atriða viðhorfakvarði sem var hannaður í Bretlandi árið 2007. Honum er ætlað að mæla viðhorf almennings til peningaspila þar sem ekki er gerður greinamunur á mismunandi tegundum peningaspila. Valið var 3227 manna slembiúrtak og var svarhlutfallið 62%. Alls svöruðu 1.887 manns könnuninni, 888 karlar og 999 konur. Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar útgáfu kvarðans sýna að hún er sambærileg ensku útgáfunni. Þáttagreining gaf til kynna mögulega þáttalausn með tveimur þáttum. Við frekari athugun kom í ljós að einn þáttur gerði betur grein fyrir dreifingu atriða. Áreiðanleikastuðlar voru einnig reiknaðir fyrir einn og tvo þætti. Alfa gildi var hæst fyrir einn þátt (Alfa = 0,88) með öllum 14 atriðunum en alfa gildi fyrir tveggja þátta lausn voru einnig ásættanleg. Niðurstöður benda til þess að almenningur hafi frekar neikvæð viðhorf til peningaspila en telji þó ekki rétt að banna starfsemina. Eins og búist var við voru viðhorf breytileg eftir bakgrunni þátttakenda. Þeir hópar sem eru líklegir til að taka þátt í peningaspilum höfðu jákvæðari viðhorf til þessara mála. Karlar höfðu jákvæðari viðhorf en konur og yngri þátttakendur höfðu jákvæðari viðhorf en þeir sem eldri voru. Viðhorf voru einnig breytileg eftir þátttöku í mismunandi tegundum peningaspila þar sem neikvæðustu viðhorfin voru á meðal þátttakenda sem spiluðu „lottó“ en jákvæðustu viðhorfin voru á meðal þátttakenda sem spiluðu á lengjunni eða í borðspilum. Niðurstöður benda því til þess að tengsl séu á milli viðhorfa og raunverulegrar hegðunar þátttakenda. Þeir þátttakendur sem spila einungis lottó líta mögulega ekki á lottó sem pengingaspil sem gæti útskýrt neikvæð viðhorf þeirra til þessara mála.

Samþykkt: 
  • 14.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13289


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gauti Þorvarðarsson (1).pdf358.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna