is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13292

Titill: 
  • Yfirlitssýningar á kynbótahrossum - tíðni einkunnabreytinga og mat á erfðastuðlum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis var að skoða dóma fyrir og eftir yfirlitssýningar á íslenskum
    kynbótahrossum. Meðaltalshækkun og tíðni breytinga á einkunnum á yfirlitssýningum var
    tekin saman, fyrir alls 7187 kynbótadóma á árunum 2007-2011. Gerð var samantekt á því
    hvaða gangtegundir var verið að sýna og tíðni og magn breytinga á einkunnum fyrir hvern
    hæfileika. Auk þess var skoðuð tíðni áverka á nokkrum kynbótasýningum þar sem tekinn var
    saman fjöldi áverka í dómi fyrir og eftir yfirlit, alls á 2064 hrossum. Að lokum var markmiðið
    að meta erfðastuðla allra hæfileika og nota til þess einkunnir bæði fyrir og eftir yfirlit.
    Meðalhækkun í einkunnagjöf allra eiginleika var 0,80 þar sem mesta meðalhækkunin var í
    hægu tölti, hægu stökki, feti og skeiði. Oftast hækkuðu eiginleikar um 0,5 í einkunnagjöf á
    yfirlitssýningu og nokkuð var um hækkun upp á 1,0. Mestur breytileiki í hækkunum var í
    skeiði og var það eini eiginleikinn sem hækkaði um heila fjóra í einkunnagjöf. Annars var
    mikill breytileiki í stökki og hægu tölti. Minnsti breytileikinn í hækkunum var hjá tölti, vilja
    og geðslagi og fegurð í reið.
    Alls voru skráðir áverkar hjá 415 hrossum á tilteknum kynbótasýningum þar sem 215 áverkar
    voru skráðir á yfirliti en 262 áverkar skráðir í dómi fyrir yfirlit.
    Erfðastuðlar voru metnir með tveimur mismunandi líkönum: þar sem gögnin innihéldu alla
    dóma þeirra hrossa sem metin voru á kynbótasýningum á gefnu tímabili og þar sem gögnin
    innihéldu aðeins hæsta aldursleiðrétta kynbótadóm hross ef hross var metið oftar en einu sinni
    á kynbótasýningu á gefnu tímabili. Þá var eiginleikinn skeið metinn bæði með öllum dómum
    inniföldum og síðan án færslna þar sem skeið var 5,0 (einungis voru notaðar einkunnir fyrir
    skeið ≥ 5,5). Þetta var gert í því skyni að kanna hugsanlegan mismun erfðastuðla.
    Helstu niðurstöður á mati erfðastuðla voru þær að ef dómar eftir yfirlit eru notaðir þá næst
    almennt nákvæmara mat á hestum, hvort sem um er að ræða alla dóma eða hæstu
    aldursleiðréttu dóma. Nákvæmara mat skilar sér m.a í hækkun arfgengis sambærilegra
    eiginleika ef notaðir voru dómar eftir yfirlit samanborið við ef notaðir voru einungis dómar
    fyrir yfirlit. Hækkun arfgengis má nær alltaf rekja til minni umhverfisbreytileika eftir yfirlit
    en fyrir yfirlit auk þess sem mat á erfðabreytileika verður hærra í sumum eiginleikum.
    Þegar notaður var hæsti aldursleiðrétti dómur hækkaði mat á arfgengi allra eiginleika eftir
    yfirlitssýningar nema hjá fegurð í reið sem var óbreytt. Mesta hækkun á arfgengi var hjá
    eiginleikunum hægu tölti og skeiði.
    Þegar notaðar voru endurteknar mælingar hækkaði arfgengi allra eiginleika, mest fyrir hægt
    tölt. Í flestum eiginleikum var hækkun í arfgengi meiri þegar endurteknar mælingar voru
    notaðar samanborið við þegar aðeins hæsti aldursleiðrétti dómur var notaður. Almennt var
    lítil breyting í mati á erfðabreytileika en lækkun var í mati á umhverfisbreytileika allra
    eiginleika, nema fegurð í reið þar sem hann stóð í stað.

Athugasemdir: 
  • Athugasemdir er á óskilgreindu tungumáli Útskrift frá:
    Háskólanum á Hólum - Hestafræðideild
    Landbúnaðarháskóla Íslands - Auðlindadeild
Samþykkt: 
  • 16.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13292


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlitsýningar á kynbótahrossum-tíðni einkunnabreytinga og mat á erfðastuðlum.pdf224.96 kBOpinnPDFSkoða/Opna