is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13294

Titill: 
 • Mat á geðslagi hrossa
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Árangusríkt mat á geðslagi hrossa getur stuðlað að bættri velferð þeirra auk þess sem það getur skilað miklum þjálfunar- og ræktunarárangri. Mikilvægt er að framfylgja stöðlun á aðstæðum og faglegri framkvæmd við geðslagsmatið. Geðslagsmat getur nýst við val á hrossum til undaneldis sem hafa eftirsóknarvert geðslag og samhliða forðast þau sem eru með galla í geðslaginu. Með slíku geðslagsmati væri t.a.m. hægt að dæma enn frekar en gert er í dag geðslag kynbótahross og stuðla þannig að meiri erfðaframförum í hrossastofninum.
  Fyrri hluti þessa verkefnis er heimildaritgerð þar sem ger er grein fyrir helstu matsaðferðum geðslagssem notaðar hafa verið í rannsóknum á nokkurum erlendum hrossakynjum ásamt kostum þeirra og göllum.
  Seinni hluti verkefnisins er rannsókn á gögnum úr geðslagsmati hrossa framkvæmt með spurningalistakönnun í tengslum við skólastafssemi Háskólans á Hólum auk einkastarfssemi núverandi og fyrrum reiðkennara skólans. Úrtakið náði til hrossa sem voru frumtamin eftir stöðluðum aðferðum sem kennd eru við Háskólann á Hólum. Gögnin voru skoðuð með tilliti til dreifinga metinna geðslagseiginleika, kjarks, örleika, hörku og fúllyndis, og athuguð tengsl þeirra við ræktunarmarkmið íslenska hestsins. Könnuð voru möguleg áhrif mismunandi fastra hrifa á mat á geðslagseiginleikunum. Ásamt því var skoðuð fylgni milli geðslagseiginleikanna til að sjá hvort þeir mögulega lýstu sama geðslagsþættinum. Mat var lagt á kosti og galla þessa spurningalista og settar voru fram hugmyndir um hvernig þróa mætti aðferðir við mat á geðslagi hérlendis í samræmi við erlendar rannsóknir.
  Ákveðna forkröfur voru gerðar til hrossanna sem mynduðu úrtakið. Þetta skapar ákveðið forval og því var mat á tilteknum geðslagseiginleikum ekki endilega lýsandi niðurstaða fyrir heildarstofn íslenska hestsins. Aldur reyndist ekki hafa áhrif á geðslagsmatið, sem styrkir ályktanir erlendrar rannsókna. Hins vegar hafði kyn, gerð spurningalistans, matsár og lengd tamningatímabilsins áhrif á geðslagmat hrossanna. Fylgni geðslagseiginleikana hörku og fúllyndis bendir til þess að þeir lýsi sama geðslagsþættinum. Hins vegar fannst veik fylgni milli annarra geðslageiginleika sem gefur til kynna að þeir lýsi mismunandi geðslagsþáttum. Uppsetning spurningalistans sem notaður var í rannsókninni var að sumu leyti ábótavant. Hins vegar var stöðluð tamningaaðferð og viss samræming mats, þar sem reiðkennari Háskólans á Hólum hafði umsjón með útfyllingu spurningalistans, helstu kostir hans. Spurningalistakönnun er sú aðferð sem helst er hægt að nýta hérlendis við mat á geðslagi sér í lagi út frá hagkvæmnissjónarmiði, hægt er að meta mörg hross án mikils kostnaðar. Spurningalistakönnun hefur þó þann galla að niðurstöðurnar eru huglægar. Því gætu auknar rannsóknir og frekari þróun spurningalistakönnunar orðið til þess að aukin samræming yrðu í niðurstöðum og hægt yrði að nýta þær með skipulögðum hætti í mati á geðslagi og hugsanlega í kynbótastarfi.

Athugasemdir: 
 • Athugasemdir er á óskilgreindu tungumáli Útskrift frá:
  Háskólanum á Hólum - Hestafræðideild
  Landbúnaðarháskóla Íslands - Auðlindadeild
Samþykkt: 
 • 16.10.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13294


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RitgerðHelgaKarlsdottir.pdf709.22 kBOpinnPDFSkoða/Opna