is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13296

Titill: 
 • Skyldleikarækt í íslenska hrossastofninum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Skyldleikarækt hefur aukist á undanförnum áratugum og virðist sem svo að ræktendur séu ekki að reyna að forðast pörun á skyldum dýrum með markvissum hætti. Markmið rannsóknarinnar var að skoða þróun í skyldleika á milli feðra og á milli feðra og mæðra fyrir árin 2000 til 2010. Einnig var markmiðið að kanna þróun á skyldleikarækt frá árinu 1980 til ársins 2010. Þróun í skyldleikarækt var einnig skoðuð út frá þéttleika ætternisgagna þar sem töluverð betrumbót hefur orðið á ætternisskráningu íslenskra hrossa á þeim tíma. Þriðja markmiðið var að skoða stöðu erfðafjölbreytileikans í stofninum en töluvert hefur gengið á hann á undanförnum árum. Þar sem virka stofnstærðin hefur farið úr 275 einstaklingum niður í 122 einstaklinga yfir tvö ættliðabil. Helstu forfeður og -mæður fyrir árgangana 1990, 1995, 2000, 2005 og 2010 voru skoðaðir þar sem Hrafn frá Holtsmúla á mestu erfðahlutdeild í öllum þessum árgöngum.
  Í ljós kemur að meðal skyldleiki á milli feðra var árið 2000 1,9% en er 2,4% árið 2010. Meðal skyldleiki á milli feðra og mæðra var árið 2000 1,2% en er 1,7% árið 2010. Meðal skyldleikaræktarstuðull allra hrossa fyrir árið 1980 var 0,64% en árið 2010 er hann orðinn 2,45%.
  Notuð voru forritin Eva_inbred (Sørensen o.fl., 2008) og Pedig (Boichard, 2002) til þess að reikna út skyldleika, skyldleikaræktarstuðla, þéttleika ætternisgagna og helstu forfeður. Virk stofnstærð var reiknuð samkvæmt Falconer og Mackey (1996). Gögnin tóku yfir 206.398 hross fædd á árunum 1860 til 2010 á Íslandi. Gögnin voru fengin frá Bændasamtökum Íslands og innihéldu allar mögulegar ætternisupplýsingar um hvern einstakling.
  Greinileg aukning er í skyldleika á milli kynbótahrossa og þar af leiðandi aukning í skyldleikarækt. Þessi aukning leiðir til minnkunar í virkri stofnstærð þar sem verið er að ganga á erfðafjölbreytileikann. Vekja þarf hrossaræktendur til umhugsunar um þá aukningu sem hefur orðið í skyldleikarækt og þeim neikvæðu áhrifum sem hún getur haft. Ef þróunin heldur áfram eins og hún hefur verið að gera undanfarin ár þarf að grípa til róttækari aðgerða.

Samþykkt: 
 • 16.10.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13296


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð Hólmfríður Kristjánsdóttir.pdf1.03 MBOpinnPDFSkoða/Opna