is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13297

Titill: 
  • Hreyfigreining á hægu tölti kynbótahrossa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi var gerð til að reyna að meta með hlutlægum hætti breytileika í hreyfingum á hægu tölti hjá kynbótahrossum. Voru skoðuð 10 hross (hópur 1) sem hlutu úrvalseinkunn (≥ 9,0) og 10 hross (hópur 2) sem hlutu meðaleinkunn (7,5) fyrir hægt tölt í fordómi á Landsmóti 2011. Valið var tilviljanakennt úr hópi kynbótadæmdra hrossa sem hlutu tiltekna einkunn fyrir hægt tölt.
    Gögnum var safnað af myndböndum frá Landsmóti 2011 sem gefið var út af Landsmóti ehf. og greind í hugbúnaðinum Dartfish Software 6. Var nákvæmni við greiningu samsvarandi við 50 ramma á sekúndu.
    Alls voru mæld 9 skref hjá hverjum hesti, eða 180 skref í heild. Reiknaður var hraði (m/s) hestanna á hægu tölti auk þess sem skreftími var mældur ásamt stöðu- og sviftíma fóta. Þá voru reiknaðar nokkrar afleiðustærðir þessara mælinga; LAP, DAP, HL2ST, SK2ST, DF fram, DF aftur og DF hlutfall.
    Meðalhraði hrossa í hópi 1 var 3,71 m/s og 4,09 m/s hjá hópi 2. Skreftími hrossa í hópi 1 var að meðaltali 524 ms en 511 ms í hópi 2. Taktur hrossanna var metinn út frá þeim tíma sem leið milli snertinga hliðstæðra fóta hvorrar hliðar um sig og meðaltal þeirra reiknað sem hlutfall af heilu skrefi. Reyndust hrossin í hópi 2 (LAP=23%) hafa hliðstæðari takt en hross í hópi 1 (LAP=27%). Burður hrossanna var metinn með því að skoða stöðuhlutfall afturfóta og reyndust hross í hópi 1 hafa hærra stöðuhlutfall afturfóta (DF aftur=48%) miðað við hross í hópi 2 (DF aftur=46%). Sviftími framfóta var að meðaltali lengri hjá hópi 1 (341 ms) en hjá hópi 2 (316 m/s) sem gefur til kynna að þau hross hafi búið yfir meiri fótaburði. Þrístuðningur var skráður hjá 8 hrossum í hópi 1 en aðeins hjá 4 hrossum í hópi 2. Skýring þess er m.a. vegna hraðamunar þar sem hross í hópi 1 fóru jafnan hægar, en gæði upptökutækninnar leyfðu ekki tímamælingu á þrístuðningi og því ekki hægt að álykta sérstaklega um þennan þátt.
    Marktækur munur var á milli hópanna í þeim breytum sem voru kannaðar. Gefur það til kynna að breytileiki sé í hreyfingum milli þeirra hrossa er hlutu úrvalseinkunn fyrir hægt tölt annars vegar og meðaleinkunn hins vegar.

Samþykkt: 
  • 16.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13297


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs_verkefni_Linda Karen Gunnarsdóttir.pdf481,5 kBOpinnPDFSkoða/Opna