is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13304

Titill: 
  • Útikennsla á Hvanneyri : ávinningur fyrir skólastigin þrjú
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um möguleika á Hvanneyri til útináms á mismunandi skólastigum. Hvanneyrarstaður er skólaþorp þar sem nemendur blómstra í leikskóla, grunnskóla og háskóla. Markmið ritgerðarinnar er að koma auga á svæði jarðarinnar sem henta til útináms og ávinning samfélagsins á Hvanneyri af því að gera útinám sýnilegt.
    Í upphafi var útinám skólanna þriggja á Hvanneyri skoðað; leikskólans, grunnskólans og háskólans. Höfundur kannaði frekar ítarlega hvað felst í hugtakinu útikennsla og skoðaði íslenska og erlenda hugmyndafræði fyrir hugtakið. Ýmsir sáttmálar sem Ísland á aðild að voru skoðaðir í því samhengi hvernig skólarnir geta framfylgt þeim stefnum betur með reglubundinni útikennslu. Því næst voru náttúrufarslegar forsendur kannaðar og landslagsgreiningar framkvæmdar á athugunarsvæðinu. Höfundur valdi þá leið að skipta greiningunni í þrjá megin hluta, náttúrufar, menningu og upplifun. Í ljósi þessara greininga, upplifunar höfundar af svæðinu ásamt rituðum heimildum og ekki síst viðtölum við stjórnendur, kennara og heimamenn, voru niðurstöður ritgerðarinnar fengnar.

Samþykkt: 
  • 17.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13304


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga Kristín Hermannsdóttir_Útikennsla á Hvanneyri_BS_2011.pdf2.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna