is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13308

Titill: 
 • Læknisskoðanir í Barnahúsi vegna gruns um kynferðisofbeldi gegn stúlkum 2001-2010
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Kynferðisofbeldi gegn börnum er falið vandamál. Þegar grunur vaknar um slíkt er læknisskoðun æskileg til að tryggja velferð barnsins, útiloka sýkingar, leita að áverkum og safna réttarlæknisfræðilegum gögnum. Læknisskoðanir hafa margvíslegt gildi fyrir málsaðila. Læknisskoðanir í Barnahúsi hófust 1998 en engin samantekt hefur verið gerð á niðurstöðum eða framkvæmd þeirra.
  Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og lýsandi fyrir árin 2001-2010 og tók til fjölda læknisskoðana í Barnahúsi og gagna á Landspítala. Upplýsingum um skoðanir var safnað úr læknabréfum og matsblöðum, þ.m.t. um aldur skoðaðra barna og kyn, biðtíma frá tilvísun að skoðun og skráð frábrigði á ytri kynfærum, endaþarmi og meyjarhafti. Upplýsingar um alvarleikastig meintra kynferðisbrota fengust frá Barnahúsi. Lýsingar á frábrigðum við skoðun voru flokkaðar m.t.t. tengsla við kynferðisofbeldi í samræmi við flokkunarkerfi Adams.
  Niðurstöður: Fjöldi læknisskoðana var 245 hjá 237 börnum (220 stúlkum, 17 drengjum) á aldrinum 1–17 ára. Gögn fundust um 218 staðlaðar skoðanir; niðurstöður um 201 (92%) voru fullnægjandi. Flestar skoðanir fóru fram innan mánaðar (meðalbiðtími 28 dagar; bil 1-166). Meyjarhaft var talið rofið eða bera merki innþrengingar hjá 29 stúlkum (14%), þar af var 21 (21/29=72%) ekki kynferðislega virk (21/201=10%). Frábrigðum meyjarhafts var lýst í 4% og hjá átta stúlkum var meyjarhaftsop metið óeðlilega eða áberandi vítt (4%). Tvö tilvik af kynfæravörtum voru greind (1%) og eitt tilfelli klamydíusýkingar (0,5%). 71 stúlka greindi frá broti á alvarleikastigi 3. Skoðanir voru flestar eðlilegar, 85% (165/193), 12% stúlkna (n=24) báru ummerki sem hugsanlega tengdust kynferðisofbeldi en þýðing 4% lýstra frábrigða var óljós/umdeild.
  Umræður: Meirihluti læknisskoðana í Barnahúsi er á ókynþroska stúlkum og flestar þeirra hafa eðlilega niðurstöðu. Einungis í fáum tilvikum var lýst frábrigðum frá eðlilegri skoðun, rannsóknir voru flestar eðlilegar og sýkingar sjaldgæfar. Samræmi skorti milli skráninga læknisskoðana í Barnahúsi og á Landspítala. Þörf er á endurmati á aðferðum og verkferlum sem beitt er við læknisskoðanir vegna gruns um kynferðisofbeldi, bæði fyrir valkvæmar og bráðar skoðanir.

Samþykkt: 
 • 22.10.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13308


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Læknisskoðanir í Barnahúsi vegna gruns um kynferðisofbeldi gegn stúlkum 2001-2010.pdf2.73 MBLokaður til...21.10.2132HeildartextiPDF