is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13310

Titill: 
 • Akstur utan vega á Íslandi: Viðhorf og ástæður
 • Titill er á ensku Driving off established roads and trails in Iceland: Attitudes and causes
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Akstur utan vega hefur verið bannaður á Íslandi frá árinu 1971. Þrátt fyrir það hafa fáar rannsóknir verið gerðar á slíkum akstri hér á landi hvað varðar umfang, umhverfisáhrif, vöktun og viðhorf. Erlendar rannsóknir sýna fram á að umhverfisáhrif af slíkum akstri eru umtalsverð. Þess vegna er nauðsynlegt að komast að því hvers vegna fólk ekur utan vega til þess að geta stemmt stigu við vandanum. Í þessari megindlegu rannsókn eru könnuð viðhorf Íslendinga til utanvegaaksturs og reynt að komast að því hvers vegna fólk ekur utan vega. Hannaður var spurningalisti með þessi markmið í huga og hann sendur til 1141 einstaklings sem voru valdir með handahófsúrtaki úr þjóðskrá. Til baka bárust 587 svör, eða 51,4% svörun.
  Niðurstöður sýna að viðhorf Íslendinga til aksturs utan vega eru yfirleitt fremur neikvæð. Þrátt fyrir það eru algengustu ástæður aksturs utan vega á Íslandi þær að fólki finnst það spennandi og gaman. Það er enn fremur eftirtektarvert að yfir 60% Íslendinga hefur séð einhvern aka utan vega, um helmingur þekkir einhvern sem það hefur gert og um þriðjungur segist hafa gert það sjálfur. Þessi rannsókn er fyrsta rannsókn sinnar tegundar á Íslandi þar sem á kerfisbundinn hátt er reynt að komast að ástæðum utanvegaaksturs og viðhorfum almennings til hans. Vonast er til að niðurstöður rannsóknarinnar geti nýst til stefnumörkunar á Íslandi í tengslum við akstur utan vega. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að mikilvægt er að fræða almenning um skaðsemi utanvegaaksturs og nauðsynlegt er að auka uppbyggingu á vegum landsins til þess að fækka þeim tilfellum þar sem utanvegaakstur er óviljaverk.

 • Útdráttur er á ensku

  Driving off established trails is an environmental problem that has little been studied in Iceland despite it having been forbidden since 1971. Studies in other countries show that the environmental effects of driving off established trails are considerable and lasting. In this study I explore the attitudes of Icelandic people towards driving off established trails and try to find out its underlying causes. A questionnaire was sent out to 1141 Icelanders, randomly selected from the national registry and 578 answers were collected. The results show that the attitudes of Icelanders towards driving off established trails are predominantly negative. Despite that the most common causes for driving off established trails are excitement and entertainment. Furthermore, over 60 percent of Icelanders have seen someone drive off established trails, around half of the nation knows someone who has done the same and around one third has driven off established trails themselves. Hopefully the results of the study can be used for policy making concerning this important issue by sheding light on how this driving off established trails can be counteracted. The results show that it is important to increase education in Iceland on the environmental effects caused by people driving off established trails, as well as to improve road infrastructure in the country to reduce the instances when driving off established trails is involuntary.

Styrktaraðili: 
 • Landgræðsla ríkisins
  Ferðaklúbburinn 4x4
  Landvernd
Samþykkt: 
 • 22.10.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13310


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín Þóra Jökulsdóttir-utanvegaakstur-loka.pdf1.69 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna