is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13313

Titill: 
 • Tannheilsa einstaklinga með átröskun. Könnun á tannheilsu einstaklinga í meðferð hjá átröskunarteymi Landspítalans - Hvítabandið vorið 2012
 • Titill er á ensku Dental health of individuals with eating disorders
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð er lokaverkefni höfundar til BS gráðu í tannsmíði við Háskóla Íslands í október 2012.
  Rannsóknarspurningarnar sem leitast var svara við voru eftirfarandi:
  1. Hver er staðan á tannheilsu einstaklinga með átröskunarsjúkdóma á Íslandi í dag?
  2. Hversu algengt er að einstaklingar með átröskunarsjúkdóma þurfi tannsmíði til að bæta fyrir afleiðingar sjúkdómsins á tannheilsuna?
  3. Hvaða tannhópar eru það sem þarf helst að smíða á hjá þessum einstaklingum sem hafa fengið átröskunarsjúkdóm?
  Framkvæmd var meigindleg rannsókn í formi spurningakönnunar og notast við markvisst hentugleikaúrtak þar sem þátttakendurnir voru allir einstaklingar með átröskunarsjúkdóm og nýttu sér þjónustu meðferðarteymis átröskunardeildar Landspítalans – Hvítabandið.
  Viðurvist rannsóknarinnar var tilkynnt til persónuverndar og leyfi númer 20/2012 fengið frá Siðanefnd Landspítalans til að leggja könnunina fyrir skjólstæðinga spítalans.
  Helstu niðurstöðurnar voru þær að 22% þátttakendanna var með krónur sem þeir röktu til afleiðinga sjúkdómsins á tannheilsuna. 31,7% var með glerungseyðingu og 44% með munnþurrk.
  Algengara var að þeir sem notast við uppköst til þyngdarstjórnunar væru með krónur og voru 28% þeirra sem framkvæma uppköst með krónur en 12,5% þeirra sem kasta ekki upp voru með krónur.
  Af þeim sem voru með krónur voru 55,5% með krónur á forjaxlasvæði, 44,4% voru með krónur á jaxlasvæði, 44,4% með krónur á framtannasvæði og 11,1% með krónur á augntannasvæði.
  Lykilorð: Tannheilsa átröskunarsjúklinga, átröskun, lotugræðgi, lystarstol, magasýra, glerungseyðing, munnþurrkur, parotid munnvatnskirtlar, Russell´s einkennið.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis is the author’s final project towards Bachelor of Science Degree in Dental Technology from University of Iceland in October 2012.
  Following are the thesis three Research questions:
  1. How is the dental health status of individuals with eating disorders in Iceland today?
  2. How common is it for individuals with eating disorders to need dental technician work to repair damage to dental health caused by the disease?
  3. Which dental groups mostly need dental technician work in individuals with eating disorders?
  A quantitative survey was conducted. Participants who all had eating disorders and were all treated by the department of nutrition at National University Hospital of Iceland, Landspítali-Hvítabandið were asked to fill out a questionnaire.
  The research project and the survey were introduced to Persónuvernd and Siðanefnd Landspítalans who both gave their approval for the survey and the research to be conducted. Approval number from Siðanefnd Landspítalans is 20/2012.
  Results show that 22% of the participants have dental crowns that are supposedly consequences of the individuals eating disorders. 31,7% of the participants had dental erosion and 44% reported dry mouth.
  The results also show that the prevalence of dental crowns is higher in vomiters than non-vomiters. 28% of the vomiters had dental crowns but 12,5% of the non-vomiters have dental crowns.
  55,5% of the participants that have dental crowns have dental crowns on premolars, 44,4% have dental crowns on molars, 44,4% have dental crowns on anterior teeth and 11,1% have dental crowns on canines.
  Key words: Dental health in eating disorders, eating disorder, bulimia nervosa, anorexia nervosa, gastric acid, dental erosion, dry mouth, parotid glands, Russell´s sign.

Samþykkt: 
 • 24.10.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13313


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Brynja_Arnadottir_skemman.pdf983.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna