is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13314

Titill: 
  • Nýjar konur. Kvenréttindi og Kommúnistaflokkur Íslands
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Árið 1915 fengu íslenskar konur kosningarétt og árið 1922 var fyrsta konan kjörin á Alþingi fyrir tilstilli Kvennalistans. Eftir það hefur því stundum verið haldið fram að konur hafi ekki tekið almennilega þátt í stjórnmálum fyrr en að aftur kom fram Kvennalisti árið 1983. Það er þó langt frá því að konur hafi setið auðum höndum á þessu millibilstímabili og það sem hér er til skoðunar er hvernig konur innan Kommúnistaflokks Íslands tóku þátt í stjórnmálum á líftíma hans (1930–1938). Félagatal Kommúnistaflokksins, skrif kvennanna í blöð sem komu út á tímabilinu sem og skrif fræðimanna um flokkinn vera notuð til að varpa ljósi á þátttöku þeirra í bæði stjórnmálum og annars staðar samfélaginu. Fram kemur að konur mynduðu einn fjórða af meðlimum Kommúnistaflokksins, tóku virkan þátt í verkalýðsbaráttunni sem þá átti sér stað ásamt því að gefa út dagblað undir nafni flokksins sem nefndist Nýja konan. Út frá skrifum þeirra verður athugað hversu einlægar hugsjónir þeirra voru og fyrir hvaða réttindum þær voru að berjast. Voru þær voru einungis að berjast fyrir auknu fylgi flokksins eða voru einnig að krefjast aukinna kvenréttinda?

Samþykkt: 
  • 25.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13314


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rakel Adolphsdóttir - Nýjar konur, kvenréttindi og Kommúnistaflokkur Íslands.pdf572.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna