is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13316

Titill: 
  • Titill er á ensku Adapt or die: Media innovations and the erosion of media boundaries
Útgáfa: 
  • Október 2012
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar greinar er að fara yfir nýsköpun (e. innovation) sem orðið hefur í heimi fjölmiðla hér á landi með áherslu á sjónvarp og þá sérstaklega hvernig sjónvarpsefni hefur færst úr hefðbundnu sjónvarpi og yfir í nýjar tegundir af fjölmiðlum. Helstu ástæðu þessarar þróunar má rekja til örra breytinga í tækniþróun og auðvelt aðgengi Íslendinga að nýrri tækni. Helstu fylgifiskir nýrrar tækni eru meðal annars eyðing landamæra milli fjölmiðla, aukið frelsi einstaklinga til að sníða tækni að eigin þörfum og löngunum og að lokum býður hún einstaklingum og smærri hópum uppá tækifæri til að gefa út eigið efni. Farið er yfir eðli nýsköpunar sem að jafnaði er í fyrstu talin vera til að styðja við hefðbundna notkun en getur orðið að skapandi eyðileggingu (e. creative destruction) sem verður til þess að sú tækni sem er ríkjandi er skipt út fyrir nýja tækni. Þá verður einnig farið yfir hvernig ný tækni hefur orðið til þess að stuðla að langa hala áhrifum (e. long tail) sem gerir jaðarhópum auðveldara að nálgast sitt áhugaefni.

Birtist í: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Félags- og mannvísindadeild
Samþykkt: 
  • 25.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13316


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Andri_Mar_Sigurdsson_Adapt or die.pdf399.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna