en English is Íslenska

Article

University of Iceland > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/13319

Title: 
  • Title is in Icelandic Hindrun er áskorun. Að ná tökum á lestri með aðferðum „Direct Instruction“ um beina kennslu
Published: 
  • October 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari rannsókn var athugað hvort hægt væri að finna börn í fyrsta bekk grunnskóla sem væru 1-2 staðalfrávikum frá bekkjarmeðaltali í lok skólaársins. Síðan var athugað hvort lestrarkennsla með kennsluaðferð Direct Instruction (DI) myndi bæta frammistöðu þeirra í lestri. Einnig var spurt hvort sú kennsla myndi koma í veg fyrir þörf á sérkennslu í 2. bekk. Rannsóknin var unnin í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og var fylgst með einum árgangi (N = 46) fyrstu tvö skólaárin og unnið með hluta nemenda sérstaklega. Margfalt grunnlínusnið var notað til að meta árangur af 48 kennslustunda DI-kennslu hjá fimm af sjö nemendum sem fengu boð um kennslu. Mælanlegar framfarir voru hjá öllum fimm og batnaði frammistaða þeirra í lestri jafnmikið eða meira en sem svarar aukningu þeirra á einu skólaári í 1. bekk. Þátttakendur þurftu ekki sérkennslu í 2. bekk og var ekki fyrirsjáanleg þörf fyrir hana í 3. bekk. Frávik þeirra sem ekki þáðu boð um þátttöku jókst eftir því sem leið á skólaár í 2. bekk þrátt fyrir hefðbundna sérkennslu og voru áfram í þörf fyrir sérkennslu í 3. bekk. DI- kennsla er öflugt tæki til að bæta lestrarkunnáttu nemenda sem eru í áhættu fyrir lestrarörðugleika.

Citation: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Félags- og mannvísindadeild
Accepted: 
  • Oct 25, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13319


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
AstaHardar_GabrielaSigurdar_Hindrun er askorun.pdf1.09 MBOpenHeildartextiPDFView/Open