is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13320

Titill: 
  • „Vera ég sjálf”. Rými og sjálfsmynd í Al-Anon fjölskyldudeildunum á Íslandi
Útgáfa: 
  • Október 2012
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið doktorsverkefnisins er að skilgreina hvernig Al-Anon fjölskyldudeildirnar móta sjálfsmynd þátttakenda og viðhorf þeirra til lífsins, en þeir telja að ferlið hafi haft áhrif á viðhorf og sjálfsmyndarsköpun, endurmótað sýn þeirra og skilning á heiminum, en einnig á eigin sjálfi og endurtúlkun á lífinu. Þátttakendur eru þeir sem telja sig hafa lent í vandræðum vegna vímuefnaneyslu sinna nánustu. Aðferðafræði rannsóknarinnar byggir á eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem gögn eru greind samhliða öflun þeirra með þátttöku á opnum fundum og flokkast undir vettvangsathugun. Þá átti ég eigindleg viðtöl við tuttugu konur sem áttu það sameiginlegt að hafa langa sögu um þátttöku. Hvers vegna eingöngu konur? Við upphaf fjölskyldudeildanna samanstóð hópurinn svo til algjörlega af konum og tel ég þær hafa mesta reynslu í nýsköpun sjálfsmyndar. Niðurstöður rannsóknar minnar eru þær að nafnleynd innan hópsins skiptir meginmáli fyrir þátttakendur og konurnar lýsa mikilli samkennd. Ennfremur að lífsviðhorf kvennanna breytist verulega þrátt fyrir að ytri aðstæður þeirra hafi ekki breyst. Sýnist mér þetta byggjast að verulegu leiti á tengslum við aðra þátttakendur í formi vikulegra funda, þar sem lífssaga viðkomandi er sögð. Aðaláherslan er lögð á tjáningu, persónulega trú og tilfinningu og hvernig hver og einn tekst á við vandamál tengd vímefnaneyslu nákominna.

Birtist í: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Félags- og mannvísindadeild
Samþykkt: 
  • 25.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13320


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bjork_Gudjonsdottir_Vera eg sjalf.pdf530,87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna