is Íslenska en English

Grein Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13321

Titill: 
  • Hvað er hefð?
Útgáfa: 
  • Október 2012
Útdráttur: 
  • Hefð er hugtak sem endalaust má deila um. Hefðir eru eitthvað sem allir tala um og allir þykjast þekkja en um leið er erfitt að setja fingurinn á það hvað átt er við þegar talað er um að eitthvað sé hefðbundið. Sumir benda á að hefðir séu eitthvað sem vísar í eitthvað sem sé aldagamalt en um leið er bent á þorrablót og ullarpeysur sem eitthvað sem sé hefðbundið en hvorutveggja má rekja aftur til tuttugustu aldarinnar, en varla lengra.
    Hefðir eru eitthvað sem vísar til eldri tíma en hvað þá um þá hópa sem eiga ekki aldalanga fortíð til að vísa aftur til? Íslenskir framhaldsskólar eru gott dæmi um slíka hópa, þar sem aðeins einn framhaldsskóli í landinu á sér raunverulega aldalanga samfellda sögu. Eru þá þær hefðir sem tíðkast innan hinna nýrri skóla ekki hefðir? Hvað er það sem þarf til að hægt sé að ræða um siði sem hefðbundna? Eru til dæmis busavígslur í Borgarholtsskóla ekki hefðbundnar á meðan slíkar vígslur eru það í Menntaskólanum í Reykjavík? Hvað er það sem stendur raunverulega að baki þegar við tölum um að siður sé hefðbundinn?
    Á níunda áratug síðustu aldar kom út bókin The Invention of Tradition sem Eric Hobsbawm ritstýrði. Þar var fjallað um hefðir, nánar tiltekið tilbúnar hefðir. Þegar hugtakið tilbúnar hefðir er skoðað kemur í ljós að í raun megi fjalla um allar hefðir sem tilbúnar hefðir, því yfirleitt er verið að vísa í eitthvað eldra þegar talað er um hefð, þótt að tengingin sé að mestu huglæg en ekki verið að tala um að hefð sé í raun og veru nákvæm endurtekning á því sem framkvæmt var á fyrri tímum.

Birtist í: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Félags- og mannvísindadeild
Samþykkt: 
  • 25.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13321


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Cilia_Marianne_Ulfsdottir_hvad er hefd.pdf592.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna