is Íslenska en English

Grein Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13322

Titill: 
  • Þegar fötlun verður feimnismál
Útgáfa: 
  • Október 2012
Útdráttur: 
  • Í daglegu tali notar ófatlað fólk orð og hugtök á borð við þroskaheftur og blindur til að skilgreina og lýsa mörgu því sem talið er slæmt eða neikvætt og spyrji kunningja, vini eða ókunnuga að því hvort þeir séu vangefnir eða blindir og tengist spurningin þá vanhæfni eða rangri hegðun. Í erindinu verður sagt frá niðurstöðum rannsóknar þar sem skoðaðar voru hugmyndir ófatlaðra ungmenna um fatlanir og fatlað fólk með því að rýna í þekkingu þeirra og skilning á fötlunarhugtökum og orðum sem ætlað er að skilgreina fötlun.
    Sjónum var beint að uppsprettu hugmynda þeirra og hvort þau ræða um fötlun og fatlanir sín á milli. Þátttakendur voru 18 framhaldsskólanemar og 20 grunnskólanemar. Gagna var aflað með eigindlegum hópviðtölum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ungmennin eigi í erfiðleikum með að greina á milli fötlunar, sjúkdóma og óæskilegrar hegðunar (óþekktar). Ungmennin voru upptekin af sýnileika fötlunar, líkamanum, öllu því sem hægt væri að skilgreina sem öðruvísi og einnig voru þau upptekin af áliti annarra. Þau voru líka forvitin um líf og reynslu fatlaðs fólks, en sögðust fá takmörkuð tækifæri á heimilum sínum og skólum til að ræða þessi mál. Þeim er bannað að horfa á eða glápa á fatlað fólk og fullorðið fólk er ekki tilbúið að ræða við þau. Þar af leiðandi verður fötlun feimnismál, þau eru skömmuð ef þau sýna áhuga og jafnvel þaggað niður í þeim og því má líta á fötlun sem þaggað málefni. Þau hafa einnig takmörkuð tækifæri til að kynnast fötluðum jafnöldrum sínum og gagnrýna skólakerfið fyrir að gera ekki meira til þess að fötluð börn og ungmenni séu fullgildir meðlimir skólasamfélagsins. Rannsóknin er unnin á vegum Rannsóknarstofu í þroskaþjálfafræðum.

Birtist í: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Félags- og mannvísindadeild
Samþykkt: 
  • 25.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13322


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eiriksina_Kristin_fotlun verdur feimnismal.pdf468.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna