is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13323

Titill: 
  • Svipir Kvöldfélagsins. Menningarleg sólarupprás við nokkur sólsetur 1861-1874
Útgáfa: 
  • Október 2012
Útdráttur: 
  • Á vetrarmánuðum 1861-1874 voru reglulega haldnir leynifundir í Reykjavík á vegum félagsskapar sem var í fyrstu nefndur Leikfélag Andans en síðar Kvöldfélagið. Fundarmenn voru velflestir ungir menntamenn og margir þeirra urðu síðar landsþekktir. Mætti t.d. nefna Jón Árnason, Matthías Jochumsson, Eirík Magnússon og Sigurð Guðmundsson málara. Á reglulegum fundum þessa félagsskapar voru æfðar kappræður, fluttar tölur þar sem þjóðfélagsleg málefni voru til umfjöllunar, lesnar þýðingar félagsmanna á skrifum erlendra hugmyndafræðinga, og fleira sem lesa má um í fundargerðum Kvöldfélagsins, sem og eitt og annað sem lesa má milli línanna. Kvöldfélagið varð til og starfaði á viðkvæmum og mikilvægum tímum í þróun íslensks þjóðfélags þegar nútíminn og menning meginlandsins rak í vaxandi flóðbylgju upp á fjörurnar. Hér verður reifað hvernig umræðan í Aðalstræti speglaði erlenda strauma og stefnur, hvaða félagsmenn voru sérstaklega áberandi og mótandi í umræðum félagsins og hvernig félagsmenn svöruðu breytingum samfélagsins á sama tíma og þeir unnu sjálfir að miklum og mikilvægum breytingum á hugarheimi og menningu þjóðarinnar, sem Íslendingar hafa búið við síðan. Rannsóknir á fundargerðum félagsins hafa leitt í ljós að með tímanum urðu umræður félagsins beittari, praktískari og jafnvel pólitískari og þannig var Kvöldfélagið mótandi vetttvangur fyrir tilurð, þroska og þróun séríslensks mennta- og borgarasamfélags.

Birtist í: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Félags- og mannvísindadeild
Samþykkt: 
  • 25.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13323


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eirikur_Karl_Svipir kvoldfelagsins.pdf451.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna