en English is Íslenska

Article

University of Iceland > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/13324

Title: 
  • Title is in Icelandic Íslensk sjálfsmynd í Brasílíu
Published: 
  • October 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Á seinni hluta 19. aldar settust 37 íslendingar að í suðurhluta Brasilíu og er áætlað að afkomendur þeirra í dag skipti hundruðum. Saga íslensk ættaðra Brasilíubúa er ólík sögu afkomenda íslendinga í Kanada að því leyti að um mjög fámennan hóp var að ræða sem ekki náði að viðhalda íslenskri menningu, siðum né tungumáli milli kynslóða. Þrátt fyrir það er áhugi afkomendanna á íslenskri arfleið sinni til staðar og íslenskur uppruni þeim mikilvægur.
    Sjálfsmyndir Brasilíufólks af íslenskum uppruna er rannsóknarefni doktorsnáms míns og er rannsókninni ætlað að skoða félagslegan veruleika afkomendanna í Brasilísku samfélagi innan kenningaramma tvíheima.
    Tvíheimakenningar eru taldar geta verið menningarlegir og sögulegir útskýringarþættir á félagslegum veruleika þar sem meðal annars finnast birtingarmyndir minninga, langana og samsömunar og þar að auki ósk um að tengjast heimkynnum forfeðranna.
    Eigindlegri rannsóknaraðferð er beitt í verkefninu sem byggist á vettvangsathugunum og viðtölum við afkomendur íslendinga í Brasilíu. Aðferðin er notuð til að öðlast skilning á félagslegum veruleika afkomendanna og skilja á hvaða grunni hann er byggður á.
    Í þessum fyrirlestri (grein) beini ég sjónum mínum að mikilvægi sjálfsmynda byggðra á íslenskum uppruna fyrir afkomendur Íslendinganna. Spurt verður að hvaða leyti mótast sjálfsmyndir þeirra af hugmyndum um Ísland, hvaðan koma þær hugmyndir og hver er birtingarmynd þeirra.

Citation: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Félags- og mannvísindadeild
Accepted: 
  • Oct 25, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13324


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
EyrunEythorsdottir _islensk sjalfsmynd.pdf479,28 kBOpenHeildartextiPDFView/Open