en English is Íslenska

Article University of Iceland > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13328

Title: 
 • Title is in Icelandic Siðferði og starfshættir íslenskra blaða- og fréttamanna
Published: 
 • October 2012
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis komst Vinnuhópur um starfshætti og siðferði að þeirri niðurstöðu að brestur á siðferðisgildum meðal blaða- og fréttamanna hefði átt sinn þátt í hruni íslensks efnahagslífs haustið 2008. Aðalmarkmið þeirrar rannsóknar sem hér verður kynnt var því að kanna m.a. siðferði og starfsumhverfi íslenskra blaða- og fréttamanna. Rannsóknin er hluti af 84 landa samanburðarrannsókn.
  Forniðurstöður rannsóknarinnar eru byggðar á svörum 179 blaða- og fréttamanna en í þýðinu voru 350 manns. Spurningalisti var lagður fyrir þátttakendur, á pappír eða með netkönnun, vorið 2012.
  Í samræmi við erlendar rannsóknir á blaðamönnum á Vesturlöndum, t.d. í Þýskalandi og Austurríki, leiddu niðurstöður í ljós að íslenskir blaða- og fréttamenn telja mikilvægt fyrir starf sitt að vera óhlutdrægir áhorfendur sem skýri og greini frá atburðum líðandi stundar, segi frá hlutunum eins og þeir eru og sem leyfi fólki að koma skoðunum sínum á framfæri. Athygli vekur að tæplega átta af hverjum tíu þátttakendum sögðu að sjálfsritskoðun hefði nokkur, töluverð eða mjög mikil áhrif á starf sitt. Enn fremur telja þeir að aðgangur að upplýsingum, aðgangur að auðlindum til fréttaöflunar (mannafla, fjármagni og tíma) og tímamörk hafi mestu áhrifin á störf sín en að áhrif skipulagsheildarinnar (eigenda og stjórnenda) séu lítil

Citation: 
 • Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Félags- og mannvísindadeild
Accepted: 
 • Oct 26, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13328


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Gudbjorg_Kolbeins_starfshaettir blada- og frettamanna.pdf534.92 kBOpenHeildartextiPDFView/Open