Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13332
Fall fjármálakerfisins á Íslandi í október 2008 hafi víðtæk og neikvæð áhrif á efnahagsreikning flestra fyrirtækja á Íslandi. Fjármálafyrirtæki sem lifðu hrunið af ásamt endurreistum fjármálastofnunum hafa þurft að taka afstöðu til þess hvernig þau haga endurheimtum á skuldum og hvernig þau bregðast við vanda fyrirtækja með neikvætt eða mjög neikvætt eigiðfé. Löggjafinn mótaði þá afstöðu með lögum númer 107/2009 að fjárhagur lífvænlegra fyrirtækja skyldi endurskipulagður með áframhaldandi rekstur að leiðarljósi. Í greininni er fjallað um þann vanda sem fjármálafyrirtækin stóðu frammi fyrir við mat á lífvænleika fyrirtækja auk þess sem varpað er fram þeirri spurningu hvers vegna eigendur eiginfjárlausra fyrirtækja skyldu vilja taka þátt í fjárhagslegri endurskipulagningu
þeirra.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ThorolfurMatthiasson_yfirskuldsett fyrirtaeki lifvaen.pdf | 429.61 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |