Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/13333
Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á þróun skilvirkni og framleiðni í mjólkurframleiðslu víða um heim. Í þeim rannsóknum hefur iðulega reynst erfitt að taka tillit til sértækra þátta sem áhrif geta haft á skilvirkni, svo sem gæði lands, veðurfar og erfðaeiginleikar ólíkra kúahjarða. Þessi atriði geta skipt sérstaklega miklu máli í þeim tilvikum þar sem mjólk er einkum framleidd á litlum býlum. Í þessari grein beitum við aðferð Battese og Coelli (1995) til að kanna sérstaklega hvaða áhrif erfðaeiginleikar og veðurfar hafa haft á skilvirkni hjá íslenskum mjólkurframleiðendum. Notuð eru gögn frá Hagþjónustu landbúnaðarins, Veðurstofu Íslands og einstakur gagnagrunnur um erfðaeiginleika íslenskra kúa. Gögnin spanna tímabilið 1997-2007 og ná til 200 íslenskra býla. Miklar breytingar áttu sér stað í íslenskum landbúnaði á þessum tíma: býlum fækkaði um helming, en bústofn á hverjum bæ stækkaði verulega. Niðurstöður gefa til kynna að gott veður og kúakyn dragi úr óskilvirkni í mjólkurframleiðslu
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
SveinnAgnars_DadiKristofers_skilvirkni i mjolkurframleidslu.pdf | 577.59 kB | Open | Heildartexti | View/Open |