en English is Íslenska

Article University of Iceland > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13334

Title: 
  • is Réttaráhrif brostinna forsenda í samningarétti
Published: 
  • October 2012
Abstract: 
  • is

    Þær forsendur sem liggja að baki ákvörðun aðila við samningsgerð geta brostið. Í samningarétti er fjallað um afleiðingar þess og jafnframt um hver eigi að bera áhættu af því að forsendur bresta. Er þar átt við staðreyndir sem koma til eftir að samningur var gerður og hafa afgerandi áhrif á vilja manns til að efna samning. Ef forsendur bresta verður að meta það hverju sinni hver eigi að vera réttaráhrif þess. Hér er um sérstaka aðstöðu að ræða, því stofnast hefur gildur samningur, en eftirfarandi aðstæður valda því að ekki þykir rétt að efna hann. Almennt hefur verið talið að hægt sé að ógilda samning með vísan til reglna um brostnar forsendur ef hagsmunir aðila krefjast þess. Í umfjöllun fræðimanna hefur því einnig verið haldið fram að hugsa megi sér að samningi verði breytt, en er það svo í reynd? Í greininni verður fjallað um nýlega dóma Hæstaréttar þar sem þetta hefur verið tekið til sérstakrar umfjöllunar. Sjónum verður beint að dómum þar sem fjallað hefur verið um kröfur aðila um breytingu á samningi á grundvelli forsendubrests, en einnig teknir til skoðunar dómar sem fjalla um mörk ógildingarreglu samningaréttar um brostnar forsendur og réttaráhrif brostinna forsendna á sviði kröfuréttar.

Citation: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Lagadeild
Accepted: 
  • Oct 26, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13334


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Asta_Olafsdottir_Brotnar forsendur i samningaretti.pdf478.67 kBOpenHeildartextiPDFView/Open