en English is Íslenska

Article University of Iceland > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13336

Title: 
  • Title is in Icelandic Um túlkun samninga
Published: 
  • October 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Ef samningsaðilar eru sammála um það hvað felist í samningi reynir almennt ekki á túlkun. Þannig eru sumir samningar skýrir og gefa ekki sérstakt tilefni til deilna um innihald þeirra. Í öðrum tilvikum kann að leika vafi á því hvað felist í samningi og hver skuli vera réttaráhrif hans. Þegar svo stendur á þarf að túlka samning. Af dómum má ráða að töluvert reynir á túlkun samninga í réttarframkvæmd. Í aðalatriðum má skipta túlkun samninga í tvennt; annars vegar skýringu, sem slær því föstu hvers efnis samningur sé, og hins vegar fyllingu, sem felst í því að ákvarða réttaráhrif samnings á grundvelli réttarreglna eða réttarheimilda. Í settum rétti er að finna reglur sem verið geta til leiðbeiningar um túlkun samninga. Þá hafa í réttarframkvæmd mótast ýmsar ólögfestar túlkunarreglur sem dómstólar styðjast við. Augljóst er að túlkun samninga er mikilvæg fyrir samningsaðila enda ákvarðar hún í raun hvaða skuldbindingar þeir hafa tekist á hendur. Þess vegna er mikilvægt að ákveðin festa ríki í túlkun samninga. Í þessari grein verður fjallað um nokkra dóma Hæstaréttar þar sem reynt hefur á túlkun samninga og sérstaklega tekið til skoðunar hvernig þeir samrýmist túlkunarreglum í samningarétti.

Citation: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Lagadeild
Accepted: 
  • Oct 26, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13336


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Eyvindur_Gunnarsson_Tulkun samninga.pdf517.79 kBOpenHeildartextiPDFView/Open