is Íslenska en English

Grein Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13339

Titill: 
  • Hefur kyn eða þjóðerni brotamanns áhrif á afstöðu Íslendinga til refsinga?
Útgáfa: 
  • Október 2012
Útdráttur: 
  • Afstaða borgaranna til dómstóla og réttarkerfisins er mikilvæg í lýðræðissamfélagi nútímans enda telja margir að dómar eigi að endurspegla réttartilfinningu borgaranna. Rannsóknir hafa sýnt að meirihluti Íslendinga álítur refsingar of vægar hér á landi og hertar refsingar eru ósjaldan réttlættar með vísun í almenningsálit. Dómar sem ganga í berhögg við siðferðis- og réttlætiskennd borgaranna geta grafið undan trausti á réttarríkinu og því er brýnt að rannsaka málefnið af kostgæfni.
    Nýleg rannsókn sem Norræna sakfræðiráðið stóð fyrir sýndi að ekki er sjálfgefið að borgararnir vilji harðari refsingar en dómstólar kveða upp. Þátttakendur voru beðnir um að dæma í sex ólíkum brotamálum út frá atvikslýsingu þar sem fram komu upplýsingar um tildrög brotsins og lýsing á aðilum málsins. Fram kom að borgararnir hafa tilhneigingu til að vanmeta refsiþyngd dómstóla og lögðu til refsingar sem að jafnaði voru vægari en dómararnir höfðu áður ákveðið. Jafnframt kom í ljós að þeir þátttakendur sem vildu óskilorðsbundnar fangelsisrefsingar höfðu tilhneigingu til að leggja til styttri vistunartíma í fangelsi en dómararnir.
    Við ákvörðun refsinga taka dómstólar fyrst og fremst mið af alvarleika brotsins og fyrri brotasögu geranda en kyn og þjóðerni eiga ekki að hafa áhrif á dómsniðurstöður. Ólíkum bakgrunnsupplýsingum um brotamanninn var skipulega dreift á svarendur í úrtakinu og var gerandinn ýmist karl eða kona, útlendingur eða Íslendingur. Spurningin sem leitað verður svara við í þessu erindi er hvort að kyn eða þjóðerni hafi haft áhrif á afstöðu þátttakenda til refsinga. Eru borgararnir vægari ef gerandi er kona eða Íslendingur?

Birtist í: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Félags- og mannvísindadeild
Samþykkt: 
  • 26.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13339


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helgi Gunn_Snorri_afstada islendinga til refsinga.pdf501.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna