Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13341
Síðustu áratugi hafa fleiri og fleiri rannsóknir leitt í ljós að niðurskurður í starfsmannahaldi og breytingar á vinnustað hafi neikvæð áhrif á öryggi starfsmanna, heilsu og líðan. Sérstaklega hefur verið bent á niðurskurð og breytingar í tengslum við verri andlega heilsu, þar á meðal einelti og önnur óæskileg áreiti á vinnustað.
Markmið rannsóknarinnar er að skoða tíðni eineltis meðal starfsfólks sveitarfélaga og skoða áhrif þess á líðan þeirra. Spurningalisti hefur í tvígang verið lagður fyrir starfsfólk 20 sveitarfélaga með þekkt netfang, janúar-mars 2010 og maí-júní 2011. Það voru 3105 einstaklingar sem svöruðu spurningalistanum í báðum fyrirlögnum og gáfu upplýsingar til að para saman gögnin.
Niðurstöðurnar sýna að einelti er til staðar meðal starfsfólksins, bæði kvenna og karla og það hefur aukist milli fyrirlagna. Algengast er að það séu vinnufélagar sem eru gerendur í eineltinu en einnig eru stjórnendur gerendur í slíkum málum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hjordis_sigursteinsdottir_Einelti a vinnustad.pdf | 707.97 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |