is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13344

Titill: 
  • Hvað segir stjórnmálahagfræðin um íslenska peningalykt?
Útgáfa: 
  • Október 2012
Útdráttur: 
  • Í stjórnmálahagfræði er reynt að skýra reglur og stofnanir, sem menn búa við í keppni um knöpp gæði. Hér verður sjónum beint að íslensku fyrirbæri, sem er samt skólabækardæmi um mengun: „Peningalykt,“ sem leggur yfir sjávarpláss úr síldarbræðslu í fullum gangi. Greining hagfræðinga á peningalykt fer eftir því, hvaða rannsóknaráætlun þeir aðhyllast. Sumir segja í anda A. C. Pigous, að eigandi síldarbræðslunnar leggi kostnað á íbúa sjávarplássins, sem hann taki sjálfur ekki með í reikninginn. Þetta sé því dæmi um sóun. Leggja þurfi mengunarskatt á bræðsluna, sem sé því hærri sem óþefurinn sé rammari. Hér er rökstutt, að þessi nálgun sé óskynsamleg. Vænlegra sé að segja í anda R. Coases, að þetta sé dæmi um of háan samningskostnað, meðal annars vegna þess að erfitt sé að skilgreina þolendur og hvað nákvæmlega þeir þurfi að þola, jafnframt því sem þeir séu venjulega líka njótendur. Þess vegna semji íbúar sjávarplássins ekki við eiganda bræðslunnar um lausn á árekstrinum. Þegar settar eru reglur, sem minnka peningalykt, til dæmis með kröfum um hreinsivélar og háa reykháfa, er viðurkenndur eins konar eignarréttur fólks á hreinu lofti. Þetta er dæmi um myndun eignarréttar vegna breytts smekks og nýrrar tækni, eins og H. Demsetz segir fyrir um.

Birtist í: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Stjórnmálafræðideild
Samþykkt: 
  • 26.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13344


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hannes_Holmsteinn_Islensk peningalykt.pdf456.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna