Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13348
Í dag standa margir Íslendingar frammi fyrir atvinnuleysi. Nokkuð sterk tengsl eru til staðar á milli atvinnuleysis og huglægrar vellíðanar, þar sem atvinnulausum líður umtalsvert verr en þeim sem eru í vinnu. Nýleg íslensk rannsókn bendir aftur á móti til þess að atvinnuleysi hafi ekki þessi neikvæðu áhrif á ungt fólk. Rannsóknir benda jafnframt til þess að nokkur breytileiki sé á huglægri vellíðan atvinnulausra og að ekki líði öllum atvinnulausum jafn illa. Tilfinnanlegur skortur er þó á rannsóknum á tengslum atvinnustöðu, aldurs og huglægrar vellíðanar. Hér voru því þessi tengsl könnuð en til þess voru notuð gögn úr fjórðu fyrirlögn Lífsgildakönnunarinnar. Tengsl atvinnustöðu, aldurs og huglægrar vellíðanar voru könnuð í 23 OECD löndum sem tóku þátt í Lífsgildakönnuninni. Í heild bentu niðurstöður til þess að atvinnuleysi hafi minni áhrif á huglæga vellíðan eftir því sem fólk er yngra. Sambandið reyndist þó nokkuð breytilegt eftir einstaka löndum. Lagðar voru til mögulegar skýringar á heildarniðurstöður og þýðing þeirra fyrir vinnumarkaðinn var rædd.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ArndisVilhjalms_FanneyThors_Aldur atvinna og huglaeg vellidan.pdf | 540.73 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |