is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13349

Titill: 
  • Hálendið í hugum ferðalanga
Útgáfa: 
  • Október 2012
Útdráttur: 
  • Í þessari grein er fjallað um viðhorf ferðamanna til hálendis Íslands með hliðsjón af hugmyndinni um félagslega smíð (e. social construction). Samband Íslendinga við hálendið, hefur verið breytilegt í aldanna rás og líta menn ólíkum augum á nýtingu þess og nytsemi. Hálendið var um aldir að mestu lokaður heimur og fáir lögðu leið sína þangað. Það gegndi þó mikilvægu hlutverki sem stysta leið á milli landshluta, auk þess sem jökulár eru auðveldari yfirferðar nær upptökum. Um svæðið spunnust sögur af útilegumönnum, tröllum, draugum og forynjum sem áttu sinn þátt í að á tímabili lögðust ferðir þar að mestu af. Þegar kom fram á upplýsingaöld reyndu vísindamenn að afsanna sögurnar og nýjar hugmyndir mótuðust um hálendið. Á tuttugustu öldinni breyttust hugmyndirnar enn frekar, Íslendingar eignuðust bifreiðar sem komust um víðernin og sögur voru sagðar af landvinningum. Nýjar ímyndir urðu til af svæðinu og fleiri vildu kynnast því af eigin raun. Ferðaþjónustan skipulagði ferðir með innlenda og erlenda ferðamenn, sæluhús voru byggð og ferðaleiðir lagðar. Ímyndin um óspillta, ægifagra náttúru varð að söluvöru og varð ríkjandi í orðræðunni um hálendið. Á svipuðum tíma vöknuðu hugmyndir um nýtingu hálendisins til orkuframleiðslu.

Birtist í: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Viðskiptafræðideild
Samþykkt: 
  • 26.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13349


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna_Saethorsdottir_Halendid i hugum ferdalanga.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna