en English is Íslenska

Article

University of Iceland > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/13352

Title: 
  • Title is in Icelandic Grimmsævintýri á Íslandi
Published: 
  • October 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Elstu íslensku þýðingar á Grimmsævintýrum voru gerðar upp úr 1830 af ungum laganema og prentaðar í bókum sem voru á meðal þeirra fyrstu sem gefnar voru út sérstaklega fyrir íslensk börn. Aðrar slíkar þýðingar fylgdu í kjölfarið og sum þessara ævintýra voru, meira en hundrað árum seinna, hljóðrituð úr munnlegri geymd. Mig langar að ræða um þessar þýðingar og vegferð þeirra innan íslenskrar sagnahefðar. Af hverju völdu menn að þýða, í stað þess að safna íslenskum ævintýrum, á sama tíma og söfnun slíkra sagna var hafin í öðrum löndum? Sú söfnun fór fram undir áhrifum þjóðernisrómantíkur sem margir ungir íslenskir menntamennn aðhylltust. Þrátt fyrir það völdu þeir hinir sömu að þýða Grimmsævintýri og önnur erlend ævintýri fyrir íslensk börn. Hvers vegna hafa síðan sum þýdd ævintýri ratað inn í munnlega geymd og önnur ekki? Er hugsanlegt að finna ástæður sem tengjast sagnafólkinu sjálfu, viðhorfum þess og heimssýn? Þessum spurningum langar mig að leita svara við auk þess að velta fyrir mér hvort sagnafólkið lærði sögurnar af því að heyra þær sagðar eða af lestri, hvort það veit yfirleitt hvaðan sögurnar eru upprunnar og hvort það aðlagar sögurnar sínu eigin umhverfi og menningu.

Citation: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Félags- og mannvísindadeild
Accepted: 
  • Oct 26, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13352


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Rosa_Thorsteinsdottir_Frimmsavintyri a Islandi.pdf489,96 kBOpenHeildartextiPDFView/Open