is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13355

Titill: 
  • Starfa- og færnigreining til að skilgreina menntunarþarfir og starfsþróun
Útgáfa: 
  • Október 2012
Útdráttur: 
  • Til þess að stjórnun starfsþróunar (e. competence development) og framboð á námi fyrir fólk á vinnumarkaði sé markvisst þarf vandaðan undirbúning með greiningu. Þannig hefur t.d. greining menntunarþarfa í starfsgreinum og hjá tilteknum markhópum á vinnumarkaði frá upphafi verið ein af grunnstoðum í starfsemi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA). Í þeim tilgangi gerði FA tilraun með verkfæri sem byggist á færnilýsingum frá kanadíska fyrirtækinu Human Resource Systems Group Ltd (HRSG) til að þróa hagkvæma og faglega aðferð við greiningu á færnikröfum starfa sem hægt væri síðan að tengja námsskrárgerð og raunfærnimati. Tilgangurinn með kynningu og umræðu um markvissa aðferðafræði við færnilýsingu starfa er að efla þekkingu og skilning og stuðla að aukinni nýtingu slíkrar þekkingar. Markmiðið með þessari grein er því að kynna aðferð og verkfæri við starfs- og færnigreiningu. Aðferðin nýtist sem undanfari námskrárgerðar og raunfærnimats. Sömuleiðis nýtist hún vel í stjórnun starfsmannamála svo sem við ráðningar sem og skipulagningu hvers kyns vinnustaðanáms og starfsþróunar. Tilraunaverkefni í ferðaþjónustu þar sem aðferðinni var beitt er lýst en þar voru skoðuð nokkur störf almennra starfsmanna. Í tilraunaverkefninu var unnið með sérfræðingum í starfsgreininni og hagsmunaaðilum vinnuveitenda og starfsmanna. Við greininguna var beitt fyrirfram skilgreindum færnilýsingum frá HRSG sem þátttakendur forgangsröðuðu í samræmi við viðfangsefni starfsins og verður greint frá vinnuferlinu. Ræddar verða helstu niðurstöður er varða prófunina á verkfærinu og þann ávinning og áskoranir sem aðferðin skilaði.

Birtist í: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Viðskiptafræðideild
Samþykkt: 
  • 26.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13355


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudmunda_ofl_Starfs og faernagreining fyrir menntunartharfir.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna