en English is Íslenska

Article University of Iceland > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13358

Title: 
  • Title is in Icelandic Gengi og verðlagsmælingar til mjög langs tíma
Published: 
  • October 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í grein þessari er skoðað hvernig mælingar á verðlagi í mismunandi löndum yfir mjög langt tímabil samrýmast þróun nafngengis gjaldmiðla landanna. Ætla mætti að þegar til lengdar lætur fylgist þróun hlutfallslegs verðlags annars vegar og nafngengis gjaldmiðla í tveimur löndum nokkurn veginn að, þ.e. raungengi breytist ekki mjög mikið. Sé þróunin önnur, þ.e. að breytingar á nafngengi séu talsvert aðrar en breytingar á hlutfallslegu verðlagi ætti raungengi að hafa breyst. Sé mæld raungengisbreyting meiri en eðlilegt er að gera ráð fyrir að skýra megi með sveiflum í raungengi gæti það verið vísbending um að verðlagsmælingar séu rangar. Sem dæmi um mun af þessu tagi má nefna að skv. opinberum verðlagsmælingum hefur verðlag í Danmörku 31,9 faldast frá árinu 1938 en á Íslandi 19.952 faldast. Hlutfallið þar á milli er 624,9 og því hefði nafngengi dönsku krónunnar gagnvart þeirri íslensku að hafa hækkað um svipað hlutfall til að halda raungengi stöðugu. Á þessum tíma hækkaði nafngengi dönsku krónunnar gagnvart þeirri íslensku hins vegar mun meira eða u.þ.b. 2.130 falt. Skv. því hefði raungengi íslensku krónunnar 2011 átt að vera um 2/3 lægra en 1938, sem er ekki trúverðugt.

Citation: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Viðskiptafræðideild
Accepted: 
  • Oct 26, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13358


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Gylfi_Magnusson_Gengi og verdlagsmaelingar.pdf708.22 kBOpenHeildartextiPDFView/Open