en English is Íslenska

Article

University of Iceland > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13359

Title: 
  • Title is in Icelandic Mælingar á árangri auglýsingaherferða
Published: 
  • October 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Fyrirtæki alls staðar í heiminum verja háum fjárhæðum í auglýsingaherferðir á ári hverju. Þrátt fyrir þá staðreynd hafa fyrri rannsóknir sýnt að fæst fyrirtæki mæla árangur þeirra. En skyldu íslenskir auglýsendur haga sér eins og auglýsendur í erlendu rannsóknunum? Til að skera úr um það ákváðu höfundar þessarar greinar að gera rannsókn meðal íslenskra auglýsenda. Markmið rannsóknarinnar var að afla upplýsinga um hvort og þá hvernig auglýsendur á Íslandi mæla árangur auglýsingaherferða sinna. Lagt var upp með tvær rannsóknarspurningar. Til að svara þeim var gerð megindleg rannsókn í formi spurningakönnunar sem send var rafrænt á markaðsstjóra 100 stærstu fyrirtækja landsins miðað við starfsmannafjölda. Alls tóku 26 fyrirtæki þátt í rannsókninni og skiptust nokkurn vegin til helminga í stór og meðalstór fyrirtæki. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að tæpur helmingur fyrirtækjanna mælir árangurinn oft eða alltaf. Oftast eru mældar breytingar í sölu og markaðshlutdeild en einnig mæla fyrirtækin frekar oft vörumerkjavitund og ímynd markhóps á vörumerkinu.

Citation: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Viðskiptafræðideild
Accepted: 
  • Oct 26, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13359


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
HallaBjork_FridrikEysteins_Maelingar a arangri auglysingaherferda.pdf1 MBOpenHeildartextiPDFView/Open