Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13361
Farið verður yfir helstu eftirspurnarþætti, sem geta haft áhrif á áfengisneyslu og reynt að meta hver áhrifin geta verið af skattahækkunum og verði á áfengi á eftirspurn eftir áfengi. Kynntar verða helstu rannsóknir sem gerðar hafa verið erlendis í þessum efnum, þar sem reiknuð er teygni eftirspurnar eftir áfengi og einstökum vöruflokkum til að kanna verðnæmi hennar. Skoðað verður hvernig staðið er að þessum málum hér á landi með áfengisgjöldum og þeim öru breytingum sem hafa verið á þeim. Skoðuð söguleg þróun þessara gjalda á Íslandi t.d. í samræmi við þróun á vísitölu neysluverðs. Þá verður leitast við að finna út hvort auknar álögur á áfengi skili meiri tekjum í ríkissjóð. Kannað hvort að stefna stjórnvalda í áfengismálum hafi í raun skilað tilætluðum árangri. Spurningarnar snúast um það hvort þessi tekjuöflun er að komast á það stig að viðbótar skattheimta sé að snúast gegn tilgangi hennar þ.e. hvort að þróun áfengisgjalds endurspeglast í tekjum og áætlunum ríkissjóðs. Hver hafa verið helstu viðbrögð neytenda við stöðugt hækkandi áfengisverði, hefur eftirspurn minnkað eða hversu næm er eftirspurn eftir áfengi við verðbreytingum þ.e. hver er verðteygni áfengis hér á landi?
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
JonSnorriSnorrason_Alogur a afengi ahrif a tekjur rikissjods.pdf | 982.44 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |