Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13366
Markmið þessarar greinar er að kynna niðurstöður rannsókna meðal íslenskra skotveiðimanna sem fóru á hreindýraveiðar árið 2009. Frá sjónarhorni um auðlindahagfræði er auðlindin hreindýr ekki nýtt á skilvirkan hátt eins og fjöldi umsókna um veiðileyfi bendir til. Í ár var fjöldi umsókna um 4.000 en kvótinn 1.001 dýr. Skoðuð voru útgjöld og hlutfall þeirra sem veiðimenn eyddu á veiðislóð. Í framhaldinu voru svo reiknuð margfeldisáhrif veiðanna á Austurland. Niðurstöðurnar benda til þess að margfeldisáhrifin séu svipuð og í erlendum rannsóknum á margfeldisáhrifum ferðamanna. Grein þessi er framhald af grein sem höfundur birti í Þjóðarspeglinum 2010 og bar nafnið: Könnun meðal skotveiðimanna á útgjöldum vegna skotveiða
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
StefanSigurds_Economic impact of hunting reindeer.pdf | 1.02 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |