en English is Íslenska

Article University of Iceland > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13367

Title: 
  • Title is in Icelandic Viðhorf neytenda til styrkja til rokkhljómsveita
Published: 
  • October 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Mat neytenda á styrkjum er m.a. talið byggja á hvort styrkveitandinn sé einkaaðili eða opinber aðili. Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf neytenda til styrkja til íslenskra rokkhljómsveita. Annars vegar var markmiðið að kanna hvort viðhorfið sé almennt ólíkt eftir því hvort styrkveitandinn er einkarekið fyrirtæki, ráðuneyti eða opinber stofnun og hins vegar var ætlunin að kanna hvaða áhrif styrkveiting geti haft á rokkhljómsveitir að mati neytenda. Þátttakendur í rannsókninni voru valdir með hentugleikaúrtaki þeirra háskólanemenda sem uppfylltu það að teljast hluti af neytendum, en neytendur voru skilgreindir sem þeir einstaklingar sem keypt höfðu hljómplötu og/eða sótt tónleika með íslenskri rokkhljómsveit 12 mánuði áður en spurningalistinn var lagður fyrir. Niðurstöðurnar sýna að neytendur eru almennt jákvæðara í garð frá einkareknum fyrirtækjum heldur en opinberri stofnun eða ráðuneyti. Niðurstöðurnar sýna jafnframt að neytendur telja áhrif slíkra styrkveitinga geta haft mikilvæg áhrif á rokkhljómsveitir, sér í lagi varðandi velgengni þeirra.

Citation: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Viðskiptafræðideild
Accepted: 
  • Oct 26, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13367


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
VikingurMasson_AudurHermanns_Vidhorf til rokkhljomsveita.pdf695.53 kBOpenHeildartextiPDFView/Open