en English is Íslenska

Article University of Iceland > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13368

Title: 
 • is Vörumerkjarýni þarfasta þjónsins í Þýskalandi
Published: 
 • October 2012
Abstract: 
 • is

  Útflutningur íslenska hestsins á undir högg að sækja. Þar vegur þungt að erlendir aðilar eru orðnir ötulir ræktendur og eru Þjóðverjar þar stórtækastir. Ef snúa á þeirri þróun við er nauðsynlegt að íslenskir útflytjendur íslenska hestsins grípi til aðgerða. Áður en farið er í slíkar aðgerðir er nauðsynlegt að kanna stöðu íslenska hestsins í Þýskalandi í hugum þeirra sem skráðir eru í hestamannafélög sem stofnuð hafa verið í kringum íslenska hestinn þar í landi. Í þessari grein er tekist á við það viðfangsefni. Notast var við bæði eigindlega og megindlega rannsókn.
  Tilgangur eigindlegu rannsóknarinnar var að athuga hvernig útflytjendur íslenska hestsins hafa staðið að uppbyggingu vörumerkjavirðis hans í Þýskalandi síðastliðin þrjú ár.
  Tilgangur megindlegu rannsóknarinnar var tvíþættur. Í fyrsta lagi að athuga hver er vitund íslenskra ræktenda í samanburði við þýska ræktendur íslenska hestsins í Þýskalandi og í öðru lagi að athuga hver er ímynd íslenska hestsins sem er ræktaður hérlendis í samaburði við íslenskan hest sem er ræktaður í Þýskalandi.
  Það er mat höfunda að skilgreina þurfi betur markhópa, endurstaðfæra íslenska ræktun og bæta markaðsfærslu íslensk hestsins. Jafnframt er mikilvægt að auka vitund íslenskra útflytjendur í Þýskalandibæti og byggja upp æskilega ímynd í kjölfarið.

Citation: 
 • Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Viðskiptafræðideild
Accepted: 
 • Oct 26, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13368


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
TinnaKjartansdottir_FridrikEysteins_Vorumerkjaryni.pdf938.92 kBOpenHeildartextiPDFView/Open