en English is Íslenska

Article University of Iceland > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13371

Title: 
 • is Nýnemar við Háskóla Íslands 2011
Published: 
 • October 2012
Abstract: 
 • is

  Í greininni er farið yfir niðurstöður könnunar meðal nýnema við Háskóla Íslands haustið 2011. Markmið rannsóknarinnar var þríþætt; að öðlast betri skilning á þeirri ákvörðun að stunda háskólanám, að öðlast betri skilning á þeirri ákvörðun að velja Háskóla Íslands og að öðlast betri þekkingu og skilning á væntingum nýnema meðan á náminu stendur. Um 2.100 nýnemum var boðið að taka þátt í könnuninni og af þeim svöruðu 760 eða 36%. Samsetninga svarhópsins endurspeglar ágætlega raun samsetningu nýnema við skólann.
  Í ljós kemur að tæp 55% luku stúdentsprófi á síðasta ári (fyrir innritun haustið 2011) og rúm 6% höfðu ekki lokið stúdentsprófi. Reynsla af atvinnulífið er almennt lítil og 37% áttu/eiga foreldri eða fósturforeldri sem útskrifast hefur úr Háskóla. Við greiningu kemur í ljós að nokkur munur er á bakgrunni svarenda eftir því á hvaða fræðasviði þeir skráðu sig til náms. Nánar verður gerð grein fyrir þeim mun í fyrirlestrinum.
  Niðurstöður styðja við þá sýn í markaðs- og þjónustufræðum að markaður er ekki einsleitur markaður heldur samansafn ólíkra markhópa. Fræðasvið og deildir þurfa því að horfa til þess með hvaða hætti „þeirra“ nemendur skera sig úr og þá hvort og hvernig hægt er að mæta því.

Citation: 
 • Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Viðskiptafræðideild
Accepted: 
 • Oct 26, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13371


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Thorhallur_Orn_Gudlaugsson_Nynemar vid HI 2011.pdf1.09 MBOpenHeildartextiPDFView/Open