is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13377

Titill: 
  • Álag á umönnunaraðila aldraða og viðhorf þeirra til þjónustu
Útgáfa: 
  • Október 2012
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf óformlegra umönnunaraðila aldraðra til þjónustu og aðstæðna aldraðra. Viðhorf þeirra geta reynst mikilvæg en hægt væri að nýta skoðanir óformlegra umönnunaraðila til að byggja upp heildræna öldrunarþjónustu þar sem einnig væri tekið tillit til aðstandenda
    aldraðra.Rannsókn þessi var gerð með eigindlegri aðferð. Tekin voru fimm opin viðtöl við konur á aldrinum 28-55 ára sem voru aðalumönnunaraðilar foreldra sinna. Helstu niðurstöður voru þær að óformleg umönnun hefst oftast með aðstoð við athafnir daglegs lífs (ADL) og í sumum tlifellum aðstoð við persónulegar athafnir daglegs lífs (PADL). Þegar hins vegar þörf hins aldraða fyrir þjónustu eykst kemur inn formleg aðstoð. Foreldrar allra viðmælenda fengu einhverskonar þjónustu frá opinberum aðilum. Viðmælendur komu inn á að upplýsingagjöf til aðstandenda aldraðra um þjónustu var ábótavant. Viðhorf umönnunaraðila voru misjöfn en rannsóknin leiddi í ljós að félagslegt net í
    kringum hinn aldraða skiptir miklu máli þegar kemur að óformlegri umönnun ásamt því að formleg þjónusta léttir undir með aðstandendum. Einnig komu
    viðmælendur inn á að auka mætti fjármagn til málaflokks aldraðra meðal annars til að byggja fleiri hjúkrunarheimili og auka formlega þjónustu. Rannsókn þessi getur haft ákveðið nýsköpunargildi en rannsóknir á óformlegri umönnun hérlendis eru fáar. Hugsanlega væri því hægt að nýta niðurstöðurnar til stærri og viðameiri rannsókna

Birtist í: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Félagsráðgjafardeild
Samþykkt: 
  • 29.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13377


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AstaGudmunds_SigurveigSigurdar_Alag a umonnunaradila aldrada.pdf490.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna