en English is Íslenska

Article University of Iceland > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13382

Title: 
  • Title is in Icelandic Á öxlum risa
Published: 
  • October 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á vanda sem þeir glíma við í vaxandi mæli, sem skipuleggja náttúruvísindamenntun. Vandinn felst í því velja hvað af sviði þekkingar í vísindum ætti að leggja á borð fyrir nemendur í almenna skólakerfinu og hvernig ætti á sama tíma að skapa aðstæður til náms þannig að nemendur kynnist helstu fyrirbærum náttúrunnar af eigin rammleik, máti við eigin reynslu og upplifanir og þrói þannig með sér áhuga á vísindum. Í bréfi sem Isaac Newton sendi sendi Robert Hooke árið 1676 fullvissaði hann Hooke um að árangur sinn byggðist ekki síst á afrekum annarra, hann hefði „staðið á öxlum risa“. Þessi orð Newtons mætti yfirfæra á almennt nám í náttúruvísindum þannig: Inntak námsins felur í sér hugmyndir, hugtök, lögmál og aðferðir sem aðrir hafa fundið og þróað. Nemendur læra um þessi afrek forvera okkar, hugtök og aðferðir, með það að leiðarljósi að einhverjum þeirra takist að þróa hugmyndirnar áfram, nýta þær og rannsaka áfram. En ljóst má vera að Isaac Newton las ekki einungis og hermdi eftir öðrum. Athafnir hans og eigin hugmyndir frá unga aldri bera þess merki að hann rannsakaði líka og skapaði hluti sjálfur. Hann bjó meðal annars til líkön af vélbúnaði á borð við vindmyllur í réttum hlutföllum og allt virkaði sem skyldi. Hér er fjallað um rannsókn á opinberum námskrám hérlendis og hvernig þær taka á þessum vanda, þ.e. að varðveita og yfirfæra fyrri þekkingu annars vegar og að efla eigin rannsóknarhvöt og áhuga nemenda á náttúruvísindanámi hins vegar.

Citation: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Félags- og mannvísindadeild
Accepted: 
  • Oct 29, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13382


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Meyvant_Thorolfsson_A oxlum risa.pdf426.67 kBOpenHeildartextiPDFView/Open