is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13395

Titill: 
 • Umferðaröryggi ferðamanna : upplýsingagjöf og bílaleigur
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessu verkefni er fjallað um umferðaröryggi ferðamanna, upplýsingagjöf og bílaleigur á Íslandi. Öryggi ferðamanna í umferðinni er mikilvægt. Erlendir ferðamenn hafa lent í mörgum
  umferðarslysum á seinustu árum og er því mikilvægt að huga betur að þeim þáttum sem snúa að öryggi ferðamanna í umferðinni. Lítið hefur verið skrifað um umferðaröryggismál
  hérlendis. Rannsóknin var unnin út frá fyrirliggjandi gögnum. Tilgangur hennar var að skoða hvernig væri mögulegt að auka öryggi ferðamanna sem ferðast á bílaleigubílum á Íslandi. Skoðað er hvaða þættir hafa mest áhrif og hvert hlutverk mismunandi aðila er í þessu sambandi. Skoðuð voru gögn um umferðarslys erlendra ferðamanna á Íslandi, sem ferðast um á bílaleigubílum
  annars vegar og hins vegar á eigin bílum og þær bornar saman. Upplýsingagjöf bílaleiga til ferðamanna var skoðuð og hvort bílaleigurnar komi upplýsingum um umferðaröryggi til skila.
  Helstu niðurstöðurnar voru m.a. þær að fleiri umferðarslys verða hjá erlendum ferðamönnum sem ferðast um landið á eigin bíl heldur en bílaleigubílum. Ljóst er að viðskiptavinir bílaleiga fá meiri fræðslu varðandi þær hættur sem þeim ber að varast.

 • Útdráttur er á ensku

  This paper is focused on tourist road traffic safety, information and car rentals in Iceland. Traffic safety is an important issue in tourism, given the fact that many road accidents, worldwide are caused by tourists. Published research findings about the subject are limited. In this paper, secondary data were used to analyze the subject. The aim of this study was to explore how to increase the safety of tourists travelling by rented cars in Iceland. Documents on road accidents in Iceland involving tourists, were analyzed and a comparison was made between tourists using rental cars and tourists travelling on their own cars. Information communicated by car rentals was also viewed. The main conclusion where for e.g. that more traffic accidents occur among foreign visitors that travel in Iceland on their own car. The visitors that travel in rental cars get better information regarding the dangers that they have to be aware off on the road. The car rentals are the one that inform the visitors before they start their travel.

Samþykkt: 
 • 30.10.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13395


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerðin. Höf Katrín Sif Rúnarsdóttir.pdf997.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna