is Íslenska en English

Bók

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Doktorsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13408

Titill: 
 • Menningarlæsi : hlutverk barnaefnis í uppeldi og menntun telpna og drengja í tveimur leikskólum
Útgáfa: 
 • Júní 2012
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er greint frá rannsókn á menningarlæsi fjögurra til fimm ára leikskólabarna í tveimur leikskólum í Reykjavík. Það er sú þekking á barnaefni sem gagnaðist börnunum sem tóku þátt í rannsókninni til virkar þátttöku í samræðum, leik og skapandi starfi í leikskólunum og færði þeim jafnframt virðingarsess í jafningjahópnum. Greint var: hvernig þekking barnanna á barnaefni birtist í leikskólunum, hvernig notkun þess var háttað á heimilum, hvernig þau beittu þekkingunni og hverskonar þekking á barnaefni skapaði þeim virðingarsess í leikskóla en hann var notaður sem mælikvarði á menningarlæsi þeirra.
  Markmiðið með rannsókninni er að skapa nýja þekkingu á hlutverki barnaefnis í uppeldi og menntun íslenskra leikskólabarna sem gæti gagnast leikskólakennurum til að draga úr menningar- og félagslegri mismunun í leikskólum. Bakgrunnur rannsóknarinnar eru rannsóknir Guðnýjar Guðbjörnsdóttur og Sergio Morra á menningarlæsi eldri barna, ungmenna og fullorðinna. Fræðilegur rammi byggist á iðjukenningu Pierre Bourdieu um það hvernig beiting þekkingar á vettvangi ræðst af leikreglum og veruháttum sem hrinda af stað iðju, og hugtakinu virðingarsess í skilningi Beverly Skeggs sem skýrir hvernig viðurkennd iðja skapar virðingarsess. Rannsóknin skiptist í þrjá hluta og stuðst var við blandaðar rannsóknaraðferðir.
  Í fyrsta hluta var þekking barna á barnaefni athuguð með viðtölum við 68 börn, í 17 fjögurra barna hópum, einstaklingsviðtölum við átta kennara og ellefu mæður auk athugana á 12 samræðustundum í leikskólunum sem teknar voru upp á myndbönd. Viðtölin og myndböndin voru kóðuð og greind eftir hefðbundnum eigindlegum aðferðum.
  Í öðrum hluta voru spurningalistar sendir til foreldra 115 fjögurra og fimm ára barna í fjórum ólíkum leikskólum í Reykjavík þar sem spurt var um notkun heimilanna á barnaefni og þátttöku í menningarviðburðum. Svör bárust frá 81 foreldri eða 70,5 %.
  Í þriðja hluta var gerð tilviksrannsókn þar sem leikur 14 fjögurra og fimm ára barna var tekinn upp á myndbönd. Einnig voru tekin viðtöl við tvo kennara þessara barna um þekkingu þeirra á barnaefni, aðgengi að því á heimilum, beitingu þekkingarinnar í leikskólunum og stöðu barnanna í jafningjahópnum. Myndböndin voru inntaksgreind og staðfestingar, hunsun og höfnun jafningjahópsins á skírskotunum í barnaefni skráð. Viðtölin við kennarana voru greind með sama hætti og viðtölin í fyrsta hluta rannsóknarinnar.
  Niðurstöður fyrsta hluta rannsóknarinnar sýna að um 70% þeirra 68 barna sem ræddu barnaefni í viðtölum og samræðustundum búa yfir afburða eða góðri þekkingu á helstu tegundum barnaefnis. Efninu var miðlað til þeirra í gegnum sjónvarp, mynddiska, barnabækur og tölvur. Þekking barnanna virtist dýpri eða þéttari eftir því sem aðgengi þeirra að miðlum var fjölbreyttari. Þau endursköpuðu þekkingu sína á barnaefni í samræðum sín á milli og við kennara sína með því að bera það saman við raunverulegar upplifanir. Þegar börnin ræddu sögupersónur lýstu þau söguþræði, útliti, eiginleikum, hneigðum, aðstæðum og tengslum sögupersóna. Íslenskar þjóðsögur, reyndust börnum, sem höfðu þær á valdi sínu einskonar undirbúningur að þekkingu á sögu og staðháttum Íslands. Sígilt barnaefni, að þjóðsögum meðtöldum, virtist skapa tækifæri til að öðlast skilning á gildum og siðum eins og til dæmis samkennd, réttlátri málsmeðferð, rétti til að fylgja sannfæringu sinni og nauðsyn þess að fylgja almennum umgengnisreglum. Fjölþjóðlegt afþreyingarefni fyrir börn reyndist hinsvegar uppspretta staðalmynda sem börnin notuðu til að skipa einstaklingum í flokka sem birtist meðal annars í því að börn af íslenskum uppruna útilokuðu börn af erlendum uppruna í samræðum um íslenskar þjóðsögur. Þekking barna af erlendum uppruna virtist þögguð þegar þau vísuðu til upplifana sem stóðu utan við daglega reynslu barna af íslenskum uppruna af íslenskri menningu.
  Sum börn voru skrafhreifin og tjáðu þekkingu sína djarflega og af mikilli leikni en önnur héldu sig til hlés. Skrafhreifnu börnin fengu yfirleitt lengri tíma til að tjá sig í leikskólunum en hlédrægu börnin. Þau drógu að sér athygli kennara þegar þau höfðu orðið í samræðum og þegar kennarar sinntu hlédrægum börnum drógu þau athyglina aftur að sér.
  Niðurstöður úr öðrum hluta sýna að barnabækur, mynddiskar og tölvuleikir voru algeng á heimilum barna og að þau vörðu lengri tíma í áhorf en að hlusta á upplestur úr bókum en skemmstum tíma í tölvur. Notkun heimilanna á barnaefni virtist helst ráðast af kyni barna sem merkja mátti meðal annars af því að foreldrar drengja hneigðust helst til að velja teiknimyndir og ofurhetjusögur en foreldrar telpna prinsessuævintýri. Skipta mátti vali foreldra á barnaefni í fimm klasa eftir vali þeirra á barnaefni. Klasarnir gáfu til kynna mismunandi veruhætti í fjölskyldunum en þeir birtast þvert á menntun foreldranna.

 • Niðurstöður úr þriðja hluta rannsóknarinnar sýna að níu af þeim fjórtán börnum, sem tóku þátt í tilviksrannsókninni, bjuggu yfir nægri þekkingu á afmörkuðu barnaefni og færni til að beita henni í leik og skapandi starfi í leikskólum. Fimm börn sýndu ekki slíka þekkingu eða færni meðan á rannsókn stóð. Þekking á barnaefni sem staðfest var af jafningjahópnum færði börnunum sem yfir henni réðu virðingarsess sem telst vera mælikvarði á menningarlæsi þeirra. Gagnlegasta þekkingin sem börnin beittu í leik virtist tengjast aðgengi þeirra að afþreyingarefni heima fyrir og möguleikum sem sköpuðust til að vinna úr henni í leikskólunum. Beiting þekkingarinnar virtist lituð af staðalmynduðum væntingum barnanna um hegðun kynjanna en þær virtust ráða hvernig þau flokkuðu barnaefni í telpu- og drengjaefni. Þekking telpnanna virtist helst mótast af staðalmyndum um tengsl og kvenleika en þekking drengjanna af staðalmyndum um hetjuskap og karlmennsku. Kennarar lýstu eiginleikum barnanna, sem tóku þátt í tilviksrannsókninni, í samræmi við þann virðingarsess sem þau öðluðust vegna staðfestinga jafningjahópsins á þekkingu þeirra á barnaefni.
  Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa vísbendingar um hvernig ólíkt aðgengi að barnaefni á heimilum og mismunandi möguleikar barna til að tjá sig um það í leikskólum eiga þátt í að skapa menningarlæsi leikskólabarna.
  Kennararnir virtust sjaldan ræða jafnrétti og mismunun við börnin en niðurstöðurnar benda til þess að sá hluti barnanna sem bjó yfir góðri þekkingu á barnaefni hafi verið fær um að ræða slík atriði. Til dæmis ræddu þau réttinn til að skera sig úr fjöldanum, fylgja sannfæringu sinni, mismun ríkidæmis og fátæktar. Fram kom að sum börn voru fær um að efast um réttmæti viðtekinna venja eins og staðalmynda kynjanna ef tækifæri gáfust. Niðurstöðurnar varpa ljósi á samspil ýmissa menningarþátta sem menningarlæsi leikskólabarna mótast í. Rannsóknin getur haft gildi fyrir hlutverk barnaefnis í uppeldi og menntun ungra barna, fagmennsku og uppeldissýn leikskólakennara, lýðræðisleg samskipti og framtíðarsýn stefnumótenda og rannakendur á sviðinu.

 • Útdráttur er á ensku

  The study examined the cultural literacy of four and five year-old children at two preschools in Reykjavik. Preschool children’s cultural literacy is defined as the knowledge of children’s literature and popular culture which enables children to actively participate in conversation, play and creative work at preschool.
  The aim of the study was to create new knowledge of how children’s literature and popular culture can serve as resources for preschool teachers who want to emphasise equality and reduce cultural and social discrimination in preschools. The background of the study is drawn from studies by Guðný Guðbjörnsdóttir and Sergio Morra on cultural literacy in elementary school children, youth and adults in Iceland. The theoretical framework has its roots in Pierre Bourdieu’s theory of practice and Beverly Skeggs’ concept of respectability, which is based on how legitimate knowledge is established by legitimated rules in a field; together with habitus, these rules trigger respectable practice. The research design included mixed methods and was divided into three phases.
  An analysis was made of how children’s knowledge of traditional children’s literature and popular culture was manifested in their conversations, play and creative work at preschool. Parents’ views of children’s consumption of literature and popular culture at home were examined with a questionnaire survey. Special analysis was made of the children’s application of embodied knowledge of these genres in free play to understand if and how such knowledge could bring preschool children respectability amongst peers in the preschool. This achieved stature was used as a measurement of children’s cultural literacy.
  The first phase involved 17 group interviews with 68 children (in groups of 4), as well as individual interviews with eight preschool teachers and eleven mothers. It also included 12 videotaped discussion lessons which focused on children’s literature and popular culture. The data collected in this phase was coded and analysed using traditional qualitative methods.
  The second phase took the form of a questionnaire survey of 115 parents of children aged four and five in four different Reykjavik preschools. The questionnaire contained questions about children’s consumption of literature and popular culture at home and participation in cultural activities. The response rate was 70, 5 % (N=81).
  The third phase was a case study in which 14 children were videotaped during playtime. In addition, two of the children’s teachers were interviewed about the children’s knowledge of literature and popular culture, as well as their evaluation of the children’s cultural literacy and access to such materials at home. The video data was analysed in terms of registered confirmations, brush-offs and rejections from peer groups of the 14 participants’ citations from children’s literature and popular culture during play and creative work. The interviews with the two teachers were analysed using the same traditional qualitative methods as in the first phase.

 • Útdráttur er á ensku

  The findings from the first phase indicate that 70 per cent of the 68 children participating in interviews and discussion lessons had good or outstanding knowledge of common children’s literature and popular culture. The children had access to the material at home through television, DVDs, children’s books and computers. The more varied children’s access was, the deeper their knowledge appeared to be. The children reconstructed their knowledge of children’s literature through conversations with each other and their teachers. The children described the story lines and the appearance, attributes, dispositions, situations and relations of the story characters and compared the content of the stories to their own experiences. Classical children’s literature appeared to be a useful way of picking up values and cultural practices, such as empathy, even-handed treatment, the right to follow one’s persuasion, and practical rules of orderliness. Popular culture was found to be a source for stereotypes, used for ranking people into categories. Icelandic folktales seemed to actuate children, with Icelandic background, to learn about nationality and circumstances in “olden-day Iceland, while children with other ethnic background were uninterested and silenced when connecting their knowledge to experiences outside the Icelandic cultural traditions.
  Some children were talkative during the interviews and discussions while others were withdrawn. The teachers gave talkative children more opportunities to express their knowledge than the withdrawn children. In the discussions, the talkative children attracted the teachers’ attention regardless of whether it was their turn or not.
  In phase two, the consumption patterns of children’s literature and popular culture in children’s homes indicate that children’s literature, DVDs and computer games were common in the homes, and that the parents’ choices of these materials appeared to be linked to children’s gender. The parents said that their children spent more time watching TV and DVDs than listening to stories read aloud, and that they spent the least amount of time playing computer games. Findings from the survey supported gender and ethnicity as part of parents’ choices regarding literature and popular culture. The mother’s education did not emerge as a significant factor in the survey although it seemed to be important in interviews, discussions and case studies. The parents’ taste in children’s literature and popular culture was grouped according to a hierarchical cluster analysis into five clusters. These different clusters could be clues to different family habitus. The role of gender was conspicuous in three of these clusters since parents of boys were more likely to choose cartoons and stories about superheroes while parents of girls tended to choose fairy tales and princess stories.
  In the third phase, nine of the fourteen children participating in the case study brought their home knowledge of literature and popular culture into play and creative work in the preschools and gained enough peer-group confirmation to be evaluated as respectable preschoolers. Five children did not display such knowledge or skills during the observations and videotaping. The teachers’ descriptions of the children participating in the case study were congruous with the respectability highlighted in the peer-group confirmations. The findings shed light on how different access to children’s literature and popular culture at home, together with given opportunities to express cultural knowledge at preschool, can contribute to gender and cultural stereotypes. Girls’ knowledge seemed to be moulded by stereotyped ideas of relationships and femininity, while boys’ knowledge appeared to be based more on ideas of heroism and masculinity
  The results of this study suggest different access to children’s literature and popular culture at home and variance in children’s opportunities to express themselves about children’s literature at preschool can influence preschool children’s cultural literacy. The findings also indicate that many of these children were capable of discussing topics such as personal rights, following one’s beliefs, wealth and poverty, and practical rules and customs. Even though the teachers seldom discussed issues of equality and discrimination, some children seemed to be capable of questioning common gender stereotypes and roles when given the opportunity.
  The findings shed new light on the complicated interplay between assorted cultural factors that construct preschool children’s cultural literacy in the two preschools. They are
  discussed theoretically and their potential implications for the role of children’s material in various context: for democratic communication in preschools, for professionalism in early childhood education, for future policy makers and for childhood studies in general.

ISBN: 
 • 9789935902535
Samþykkt: 
 • 1.11.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13408


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Menningarlæsi.pdf20.75 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna