Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13413
Ritgerð þessi er lokaverkefni mitt til fullnaðar B.Ed gráðu í leikskólakennarafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands árið 2012. Ritgerðin fjallar um barnavernd í leikskólum í sögulegu samhengi og nútímanum. Hún fjallar um rétt barna til verndar og breytingar á þeim rétti í gegnum söguna. Saga leikskóla og barnaverndar er rakin ásamt því að tengja vistfræðikenningu Bronfenbrenner og kerfi hennar við vernd barna. Í ritgerðinni verður hugað að því hvað barnavernd felur í sér, starf barnaverndaryfirvalda skoðað og vanræksla og ofbeldi gangvart börnum skilgreint sem og birtingarmyndir og mögulegar orsakir þess. Einnig eru skyldur leikskólakennara og foreldra í sambandi við barnavernd ræddar. Börn á Íslandi voru beitt miklum aga, bæði líkamlega og andlega. Í gegnum tíðina hefur staða barna breyst og meira tillit er tekið til réttinda og vilja þeirra en áður. Í dag eru börn virt sem sjálfstæðir einstaklingar með sinn eigin vilja. Foreldrar, leikskólakennarar og samfélagið í heild eiga að sjá til þess að börn þroskist eðlilega í öruggu og lærdómsríku umhverfi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BEd_hmb2.pdf | 538.19 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |