is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13415

Titill: 
  • Unglingar og klám- og kynlífsvæðingin. Er sleikur nýja handabandið?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Unglingar eru mjög móttækilegur hópur. Á þessum árum eiga sér stað miklar framfarir í þroska og verða unglingar fyrir áhrifum úr samfélaginu, jákvæðum jafnt sem neikvæðum. Á síðustu árum hefur orðið alda í markaðsvæðingu kynlífs og er samfélagsumræðan opnari en nokkurn tíma. Með aukinni tölvutækni og aukinni tölvu- og snjallsímaeign unglinga verður aðgengi þeirra að klámi mjög auðvelt. Vert er að hafa áhyggjur af því greiða aðgengi vegna þess að rannsóknir sýna tengsl milli reglulegs klámáhorfs og áhættuhegðunar í kynlífi. Í þessu verkefni, sem er eigindleg rannsókn byggð á viðtölum við fjórar konur sem starfa í félagsmiðstöð, var leitast við að draga fram upplifun þeirra á því hvort unglingar verði fyrir áhrifum klám- og kynlífsvæðingar nútímans og ef svo er að hvaða leyti. Þær hafa allar sérstaklega áhyggjur af strákunum og telja þá horfa á klám í mun meira mæli en stelpur. Þær telja þetta leiða til þess að þeir búi yfir mjög brengluðum hugmyndum um hvernig kynlíf er í raunveruleikanum og ýti þess vegna á stelpurnar að gera hluti sem þeir sjá í klámi. Þetta er sérstakt áhyggjuefni og telur höfundur afar mikilvægt að fræða unglinga mjög snemma um það sem á sér stað í klámi og koma þannig í veg fyrir að það verði þeirra uppspretta fræðslu um kynlíf. Fyrir einstaklinga sem eru að stíga sín fyrstu skref í kynlífi er klám ekki vettvangur til þess að læra af.

Samþykkt: 
  • 2.11.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13415


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKAEINKTAK BA.pdf811.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna